sunnudagur, febrúar 17, 2008

Hrísgrjón í hádeginu og núðlur á kvöldin

Dvölinni í Jakörtuborg er lokið og rann ljúflega niður með tónleikum í tennishöll. Áhorfendaskarinn var ekki eins og við bjuggumst við og allir frekar rólegir á því. Flestir í okkar hóp voru líka rólegir og var farið snemma að sofa eftir allt hoppið á sviðinu.

Flugin hingað til Seoul í Suður-Kóreu voru frekar döll enda ekki við öðru að búast. Í fluginu fékk ég þó týpíska kóreska máltíð sem ég kýs að kalla bimm bamm búmm af því að nafnið hljómaði þannig í mínum eyrum. Grjón og aftur grjón. Þegar á hótelið var komið (sem er eitt af því flottasta sem ég hef gist á) var lúllað smá en við stelpurnar létum ekki þar við liggja heldur hoppuðum beint í uppáhaldsbúð okkar allra og létum ekki frostið hér aftra okkur. Fyrri gærdagurinn fór einnig í afar menningarlega hluti eins og að kíkja í búðir og skoða mannlífið. Ekki sást í marga vestræna hausa þar sem við vorum og fannst Kóreubúunum örugglega skrýtið að sjá svona marga ljóshærða kolla. Við Björk, Sigrún júníor og Valdís gerðumst svo kræfar að skella okkur á kóreskt grillhús og vissum ekkert í hvað við vorum að fara. Enginn skildi ensku og því var rykið dustað af allskonar handapati og táknmáli. Fyrir framan okkur var lagt allskonar gúmmelaði og í miðju borðinu var einhvers konar viðargrill. Þjónninn sá greinilega að við vorum afar ringlaðar yfir þessu öllu saman og grillaði svínakjötið bara fyrir okkur en venjulega á maður að gera það sjálfur. Kjötið var suddagott og var okkur heldur skemmt þegar framkvæmdarstjóri staðarins fór að mata Sigrúnu og blés á heita matinn hennar með frussi og tilheyrandi. Allir svo hjálpsamir.

Í gær skunduðum við á svið í ólympíuhöllinni hér í borg og gekk fruntalega vel. Þetta er ritað í Tokyo en hingað komum við í dag. Karókí- og Harajukusögur koma síðar. Buxur? Nei stuttar. Aaaahaha.

Blelluð,
Seeeeerún

Tvær myndir:


Hressar úti á götu


Sigrún og Björk ásamt matnum góða

2 ummæli:

Björk Níels sagði...

við erum að deyja, við erum svo töff.......

Nafnlaus sagði...

alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt sæta mín .. verð að fara að taka mig á í commentum ;) hehe .. skemmtilegast finnst mér svo þegar þú bætir myndum við líka - það er algjört OFUR!!

ekki láta hrísgrjónin í útlandinu ná þér hehe .. nóg af þeim á íslandi...

verð svo bara að segja þér einu sinni enn hvað ég sakna þín .. hlakka mega sega ofursofur til að fá þig heim :* knúúúúús!

færð líka knúúúús frá magganum:D

kv.sigrún aðdáendi ;)