þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Balíblogg

Loks kemst maður á internet en það er greinilega af skornum skammti í þessum hluta álfunnar. Á Balí var meira að segja ekki hægt að kaupa farsíma heldur varð maður að panta hann og fá hann nokkrum vikum seinna. En hér í Jakarta er mikil mengun enda mikil umferð. Umferðin var einnig svakaleg á götum Balí en þar keyra um fleiri vespur en bílar. Þar kaupa fáir fjölskyldubíl heldur fjölskylduvespu og er allt að tveimur fullorðnum og tveimur litlum börnum vippað á bak á sömu vespunni. Sum börnin eru meira að segja sofandi og ekki með hjálm. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér á götum Reykjavíkur.

En á Balí var lavað mikið sjóvt eins og að skoða apamusteri. Hér eru apar taldir vera heilagar verur og eru þeim færðar fórnir daglega sem einkennist aðallega af mat. Sumir aparnir voru líka afar holdmiklir og áttu sumir erfitt með gang. Aparnir voru svaka hressir og hoppuðu upp á fólk og rifu í föt. Þeir voru svo ekkert að fela sitt daglega amstur eins og að þrífa lýs á óæðri stöðum og riðlast á næsta apa. Svo vaknaði maður upp við hressan jarðskjálfta um miðja nótt. Afar hressandi. Næsti dagur fór svo í brennslu og freknusöfnun, sem sagt sólbað og leti. Eyddum við stelpurnar svo flestum kvöldum í spil og vídjógláp sem var voða kósí.

Þá var það fílaferðin. Skelltum okkur á fílsbak og var það alveg hreint magnað. Löbbuðum um svæðið í sirka hálftíma og fílarnir enduðu herlegheitin með smá munnhörpuspili. Gáfum fílunum svo að borða og aftur upp á hótel.

Nú erum við mætt til Jakarta og í kvöld spilum við í sveittri tennishöll. Á morgun er okkur svo skutlað í kuldann í Kóreu og er undirrituð bara með eina hlýja peysu með sér. Maður er gáfaður. Vonandi er netið þar betra en hér og þá kem ég með ofurfærslu. Lofa.

Nokkrar gleðimyndir:


Smá riðlerí milli vina


Þessi var svangur


Bakarí á hjólum


Brynja og Valdís skella sér á bak


Fílahjörðin


Svaka stuð á okkur

Engin ummæli: