Big in Japan
Í Tokyo er svaka stuð og er maður heldur betur búinn að verlsa af sér alla limi. Dagurinn í dag fór í draslinnkaup eins og hund sem þú tengir við USB á tölvu og þá riðlast hann á tölvunni eins og hann eigi lífið að leysa. Og loftgítar sem er bara snilld. Og gaffal, skeið og hníf í einu og sama búsáhaldinu. En við erum nú í Tokyo og þá má svona.
Hér í Japan er allt voða tæknilegt. Klósetttæknin heillar mig samt mest enda er ég afar mikil áhugakona um klósett. Í þeim flestum er innbyggður rassahreinsir með mörgum stillingum sem sprautar vatni í bossann eftir losun. Og þegar á klóið er sest byrjar vatn að renna sem á bæði að hjálpa til við pisseríið og einnig útiloka öll leiðindarhljóð sem klósettferðum fylgja. Í gær bjóst ég svo við kaldri klósettsetu en nei, hún var bara heit. Mér leið bara helvíti vel á því klósetti verð ég að segja. Svona klósett ætla ég sko að koma með heim í handfarangri.
En nóg af klósettum. Í gær var giggað í Budokan sem er íþróttahöll. Þar spiluðu Bítlarnir líka á sögufrægum tónleikum hér um árið. Ég stend pottþétt þar sem Ringo stóð. Áhorfendurnir voru hinir kurteisustu og var ekki að sjá og heyra á pleisinu að þarna væru 10.000 manns samankomnir. En liðið hresstist fljótt í hressu lögunum og ég tók þau í sátt. Eftir giggið var skoppað á afar tæknilegan karókíbar. Þá borgaði maður vissa upphæð til að fá að vera með og næstu 2 tímana voru fríir drykkir og matur. Vitaskuld var það nýtt til hins ýtrasta.
Næstu tónleikar eru svo á föstudaginn á sama stað.
Kveð með nokkrum myndum frá Kóreu og Tokyo:
Hótellyfturnar í Kóreu prýddu sjálflýsandi fimleikahringi og við bara urðum að prufa og pósa
Jújú maður er módel svona on the side
Alveg nokkrir úti að labba þennan dag
Klikkað að gera
Smokkabúð. Jidúddamía.
Arigato!
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hahahaha, MIKIÐ ANDSKOTI ER ÞETTA TÖFF KLÓSETT ÞARNA!!! pant fá eitt :D eða tvö..... alltaf gott að hafa eitt vara!
usb hundurinn er líka snilld hahaha - djöfus furðulega land þarna :D en skemmtilegar sögur ;) ánægð með þetta!!! held ég verði bara að skella mér þangað einn daginn þegar ég er orðinn marfaldur milljarðamæringur:D þá tek ég þig líka memm svo þú getir sýnt mér alla furðulegu hlutina ;)
farðu svo að koma heim þaddna !!! ;)
knús! tryggur aðdáendason kveður :D
vá geeeðveikt. flottar myndir :D mig langar til að pissa í tokyo :D hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim ;) kv.Vala
Skrifa ummæli