mánudagur, júlí 02, 2007

Polski prins polo!

Pólland er það heillin. En fyrst var það Berlín þar sem við stelpurnar og Chris túristuðumst eins og veitleysingar út um allar trissur. Fyrst Brandenburg Tor (maður kann þetta frá því í Þýska fyrir þig 2) og þaðan löbbuðum við að safni sem kallast Checkpoint Charlie. Á því safni gat maður séð allskonar dót sem tengdist Berlínarmúrnum og sá fullt af leiðum sem fólkið notaði til að flýja yfir múrinn eða koma ættingjum sínum yfir. Svakalegt alveg. Þá var það minnisvarðinn um gyðingahelförina, margir gráir steinklumpar sem mynduðu nokkurs konar völundarhús. Um kvöldið brummuðum við svo yfir til Póllands á eðalvegunum í því landi. En fyrst var það passatékk og komu tveir pólskir herramenn í rútuna okkar og margir hverjir gátu ekki hætt að flissa.

En núna er ég í Póllandi og er það allt annað en ég hélt. En við erum örugglega í "góða hlutanum". Öryggisgæslan er svakaleg en voru svona 10 öryggisverðir á hótelinu allan sólahringinn. Skellti mér í vax á hótelinu fyrir aðeins 1000 kall. Ekki það þægilegasta en maður má nú ekki vera loðnari en allt sem loðið er. Svo var það bara skylda að kaupa Prins Póló enda var það það eina sem búðarfólkið skyldi. Ég keypti eitt sem eg ætla að koma með heim í heilu lagi handa pabba. Haha.

Í gær var það svo Heineken festivalið og jú það var lögreglufylgd og læti. Það mátti til dæmis enginn bíll keyra við hliðina á bílnum okkar og þá var bara einn bíll sem sá um það að keyra á hinum vegarhelmingnum rétt fyrir aftan okkur. En þetta er víst nauðsynlegt í svona löndum. Bloc party spilaði á undan okkur og svo við. Pólsku áhangendurnir voru í svakalegu stuði og verður nú að segjast að þetta var besta krádið hingað til. Það er bara allt annað að spila fyrir dansglatt fólk sem kann að hreyfa sig. En það var ekkert voðalega þægilegt að þurfa að horfa á fólkið sem var verið að lyfta yfir hliðið og einn fór meira að segja út á börum. Svo var LCD Soundsystem á eftir okkur í svakalegu stuði. Eftirpartíið var líka stuðpartí heldur betur.

Í dag var svo sofið út og skellt sér í morgunmat/hádegismat. Snilld dagsins var svo að við Erla og Valdís uppgötvuðum hjól sem hópurinn má nota. Þau eru bara í poka og hægt að leggja saman. Algjör snilld. Við tókum smá túr á hjólunum, fórum á ströndina, í bæinn og svo aftur heim í góða veðrinu. Fórum svo út að borða og náði ég örugglega að móðga einn pólskan þjón með mínum stóra munni. En voðalega litlar líkur á að ég hitti kauða aftur. Ferðinni er svo heitið til Köben í nótt og þurfum víst að taka smá ferju í fyrramálið. Og jú, hér eru myndir fyrir myndaglatt fólk:


Völundarhúsið alræma


Pólski slippurinn er flottur!


Brynja alltaf að grína


LCD að spila Daft Punk er að spila í húsinu mínu


Hoppað yfir túbukassann. Skemmtilegur leikur.


Spot the book!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

awesome awesome awesome veraldarvani sæhesturinn minn ;)

Nafnlaus sagði...

Isn't that the Holocaust Memorial?
I was in Berlin too this past weekend to enjoy Barbra Streisand in concert. Too bad I didn't run into you girls. I was walking around there, too. :)

huldhaf sagði...

Alltaf gaman í Bellunni :) Greinilegt að það er mikið gaman, mikið fjör hjá ykkur gellunum. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Særún :)

Kveðja frá Hannover, Huld.