mánudagur, júlí 30, 2007

Heim í heiðardallinn

En hvað það er gott að vera komin heim! Ferðalagið heim tók alveg slatta tíma eða heilan sólahring og það var því yndislegt að leggjast í rúmið sitt.

Í Sviss var nú lavað margt skemmtilegt. Til dæmis báðu Arcade Fire-liðar okkur stelpurnar um að spila með sér í Wake Up - síðasta laginu sem þau ætluðu að taka þetta kvöldið. Vissulega gerðum við það, æfðum smá með þeim og dressuðum okkur svo upp. Fórum bara í svarta gallann sem við erum alltaf í undir búningunum okkar og skelltum á okkur gleraugum. Það var svaka stuð að spila með þeim og komst ég allavega í svakalegan gír fyrir okkar gigg. Svo var svakalegt eftirpartí og svo beinustu leið upp í rútu áleiðis til London.

Myndamyndir frá Sviss:


Heitar skvísur í Genf og einhver dónagaur að pissa bak við


Ísóðar


Og partíið byrjaði


Photoshop-hæfileikar mínir eru eins dæmi


Hann var hressari en allt





Smá glitt í mig ef rýnt er vel...

Svo var það ættarmót Balastaðaættar (eitthvað svoleiðis) um helgina og brummuðum ég, mamma og Harpa á Húnvelli á laugardaginn en pabbi fór á annað ættarmót úti í rassbala. Sókri kall fékk ekki að koma með af því að á síðasta ættarmóti þefaði hann af rassi gamallar konu og þá var kvartað. Byrjað var á því að skoðaður var kirkugarður og leiði langalangaömmu og langalangaafa. Allir voru leiðir yfir því. Haha. Þá var miðdegislúrinn tekinn á þetta og síðan kvöldmatur sem var þrusugóður. Síðan voru milljón ættarupptöl og þegar það var loksins búið hélt ég að partíið væri að byrja. En nei, þá fóru bara allir að sofa og ekkert djamm. Ég fór því bara að sofa um miðnætti sem er náttúrulega bara slappt á laugardagskvöldi.

Og hún Harpa elskulega systir mín er 16 ára í dag og var himinlifani yfir svissneska úrinu sem ég gaf henni og var meira að segja keypt í Sviss. Til hamingju með það elsku dúllan mín.

Oooog auðvitað myndir frá apamótinu:


Prins rassaþefaranna tilbúinn í slaginn


Rækjufyrirtæki á Blönduósi. Haha.


Afi og amma komin í partígallann


Mæðgur já


Saga frænka var sæt að vanda

Ble á meðan!

2 ummæli:

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Þú fótósjoppar með eindæmum.

Nafnlaus sagði...

Photoshop þrolli;)

-B