miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ííííítalía

Já, netið og ég erum ekki góðir vinir þessa dagana. Það ætti að útskýra bloggleysið. Á Ítalíu var gaman, mikið étið og sundlaugin var besta vinkona mín í hitasukkinu. Samt voru alltaf helvísku geitungarnir að bögga mig á bakkanum. Ojj. Ég fékk samt mjög skemmtilegt samtal kvöldið fyrir tónleikana. Þá var þetta hann Gimmi frændi sem sá frétt um tónleikana í sjónvarpinu og var hann þá ekki bara á Ítalíu líka. Lítill heimur. Þannig að hann og fjórir vinir hans komu á tónleikana sem var gaman. Rakinn var samt alveg að gera út af við mann allan tímann og var yfirliðið ekki langt undan. Eftirpartíið var svo það skemmtilegasta hingað til verð ég að segja. Við fórum í snúsnú með margra kílóa ljósaseríu og urðu eflaust til nokkrir marblettir eftir það.

Þá var brummað til Genfar þar sem ég er núna. Falleg borg með eindæmum en allt frekar dýrt. Úrin ekki langt undan. Mikið og nóg af þeim. Samt vissi ég aldrei hvað klukkan sló. Haha. Svo sko, af því að við erum að spila á festivali í kvöld, þá voru Muse að spila í gærkvöldi og við nokkrar skelltum okkur. Fengum baksviðspassa en vorum svo flippaðar að fara bara beint í krávdið og djamma feitt. Það var svakasvaka gaman. Og núna er ég á festivalinu og spila í kvöld. Arcade Fire (hvað annað?) eru að spila á undan okkur og svo brummum við bara beinustu leið til London í nótt með einu ferjustoppi. Fáum svo að fara í sturtu á flughóteli og ef allt gengur upp verð ég komin á klakann kl. 23:10 á morgun. Ví! Læt bara heyra í mér þegar að því kemur. Ble á meðan!

Nokkrar myndir frá Ítalíunni:


Björk og Sigrún fundu sér eitthvað að gera


Finnið stílbrotið


Frændsystkinin voru hress og sveitt


Það verður auðvitað að ræða málin!


Snúsnú

1 ummæli:

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Það er eins og ég sé pínu þroskaheft á sippumyndinni.