miðvikudagur, apríl 11, 2007

Pjúkket

Stórtónleikarnir afstaðnir. Ógeðslega var þetta tussugaman! Skondin tilfinning að vera fyrir framan 5.500 manns í neonbúning sem gæti rúmað 2 Særúnir í viðbót. Og aðalstuðið var þegar allir fóru að hlæja þegar þau sáu okkur. Öfundin að fara eitthvað vitlaust með fólk. Haha. Svo fékk ég eitt svona skemmtilegt svimakast eins og í gamla daga í einu laginu. Ég var við það að detta niður eða hlaupa út en náði að telja sjálfri mér trú um það að það væri ekki mjög kúl að lenda í yfirliði eða hendast út af sviðinu í miðju lagi. Heldur betur neikvæð athygli þar á ferð. Þannig að ég beit bara á jaxlinn og þetta fór. Er nú soldið hrædd um að þetta verði tíður gestur þarna úti en ég held bara í vonina. Það leið nú samt yfir eina sem var fremst við sviðið. Greyið. Og svo var hún Oddný mín fremst og ó, það var svo gott að hafa kunnuglegt andlit til að brosa til. Og svo er hann Antony úr Antony and the Johnsons svo mikið krúttíbútt. Langaði helst að knúsa hann. Svo var bara skálað og læti eftir giggið og mín skipti um föt og fór að hoppa með Heitri flögu.
Síðan var allt búið og allt liðið flykktist á Boston niðrí bæ. Þar lenti ég nú í ansi skondnu atviki. Var að koma af barnum og var á leiðinni upp. Fékk mér sopa og BÚMM! Leikkona sem byrjar á B og endar á R var í einhverju spassakasti á dansgólfinu og dúndraðist beint í glasið og upp í tennurnar á mér. Og sjitt, ég hélt bara að tennurnar væru dottnar úr mér og túrinn bara fokinn. Hún var greinilega svo drukkin að hún fattaði ekki neitt, sagði bara: "sorrí" og hélt áfram að leika þroskaheftan dansara. En sem betur fer eru tennurnar heilar, kvarnaðist bara smá úr þeim og verður reikningurinn sendur á kellinguna. Jæja, svo náði ég að slá fulli bjórglasi upp í vegg með mínum stóra handapati og fór ég því aftur á barinn. Var ekki bara ein svona fimmtug sem fór svona hrikalega að reyna við mig. Var alltaf að kyssa mig á kinnina og það blautum kossi. Jæja, djammið stoppaði ekkert fyrr en kl. 1 en þá lokaði pleisið. Liðið fór þá á Sirkus en við fórum bara heim. Skynsamar. Góður dagur. Og hérna koma nokkrar myndir sem ég tók. Ekki margar samt:


Allir reddí


Haha, ein fersk á klóinu


Við hornin. Kannski úti í horni? Hohohoho.

Svo erum við víst bara að fara út eftir viku. Góðir hlutir gerast hratt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju, þetta var stórkoslegt hjá ykkur! :) ég skemmti mér konungslega!!!

Unknown sagði...

sjitt! ég óska þér til hamingju og enn fremur góðs gengis á komandi ferðalagi!!!!! Þú ert pamfíll lukkunnar!

Nafnlaus sagði...

hei, gangykkurvel :-D Fylgist með...