laugardagur, febrúar 17, 2007

Viðburðarríki

Það er allt að gerast krakkar! Til dæmis fór ég að hitta túrstelpurnar tilvonandi heima hjá henni Brynju túbu í gær. Við vorum hressar og ég smakkaði pizzu frá Eldsmiðjunni í FYRSTA SKIPTIÐ! Mín afsökun: Ég á heima í Hafnarfirði. Við spjölluðum um ferðalagið á okkur og vorum sammála um eitt: við getum ekki beðið. Tókum svo Trivialið á þetta og auðvitað var ég í sigurliðinu. Ekki frekar en hinn daginn. Síðan bauðst ég til að gera mojito handa okkur stelpunum en viti menn. Hann varð óáfengur af því að ég gleymdi að setja aðalstöffið í hann. Hahaha. Algjör lúði. Ég fæ því ekki starfið sem barþjónn ferðarinnar.

Ég og Oddný skelltum okkur svo í bæinn og hittum nokkar fyrrverandi MR píur sem voru í essinu sínu. Ég á myndir því til sönnunnar en þær eru kannski aðeins of sveittar. Svo rann ég í ælu. Í stiga. Ojojoj. En það voru nú bara strákarnir sem voru alltaf að káfa á rassinum á mér sem fengu að finna fyrir því. Hohoho. Svo sá ég Júdda Law! Ætlaði nú að elta hann upp Laugarveginn með kameruna en litla gáfaða röddin mín sagði mér annað. Heim var brummað.

Í morgun bompaði ég svo stigann heima hjá mér og sést það heldur betur á nefinu mínu. Ég er alltaf að verða óheppnari og óheppnari sveiettan. Öll út í marblettum og kúlum á hausnum sem eru ekki mér að kenna reyndar. Og bitfar á nefinu og sogblett á hálsinum. Nei djók fáðér smók! Og núna er ég bara heima. Já.

Ábót:
Ég gleymdi alltaf að tala um snillinginn hann pabba minn. Hann gaf nefnilega mömmu Valentínusar/konudagsgjöf um daginn: Þurrkara og nýja uppþvottavél. Hahaha! Þessi gjöf ætti allavega að létta mömmu lífið þótt þetta virki allt saman mjög karlrembulegt. En allir sáttir! Og mamma sem bað bara um nýja Ladda diskinn til að hita upp fyrir fjölskylduferðina á Laddasýninguna sem hún planaði. Já og svo átti ég 21. árs getnaðarafmæli á degi Valentínusar. Þetta reiknaði maður allt út í sínum tíma...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

arrrrrrrrríba hunangskoddinn minn haha :D !!

já veistu - þú ert alveg pínu óheppin sko .. og þú veist líka að það er til félag sem ég stofnaði fyrir svona fólk eins og mig og þig .. tjattaðu vimmig og ég skal skrá þig á nóinu ;) !!

btw - ógeðslega gaman í vinnunni! þú ert sko að missa af miklu!! hahahahahahha ! (not)!

Unknown sagði...

sko..óheppni hlýtur að aukast með gróðurhúsaáhrifunum. Ég kannast allavega við að hafa átt frekar klaufalega daga upp á síðkastið. og til hamingjum með getnaðarafmælið. Mitt er á afmælisdegi föður míns...hmmm?