föstudagur, febrúar 16, 2007

Ég man

Ég man þegar DVD kom fyrst til landsins
Ég man þegar við keyptum fyrsta DVD diskinn
Ég man að það var Bugs Life
Ég man að við áttum ekki DVD spilara en gátum spilað DVD í nýju tölvunni okkar
Ég man að nú er sú tölva komin á haugana

Ég man þegar ég var 5 ára
Ég man að þá var litla systir mín lítið krumpufés
Ég man þegar ég sagði við mömmu: "Mamma, ekki gefa henni meiri barnamat. Hún er búin að fá nóg. Hún verður bara feit"
Ég man af hverju
Ég man að það var af því að ég vildi borða barnamatinn hennar
Ég man að ég fékk alltaf að sleikja lokið og innan úr krukkunni

Ég man þegar ég var að keyra áðan og sá lítinn strák
Ég man að hann var að sleikja ljósastaur
Ég man að ég bibaði á hann
Ég man að hann beit í tunguna

Ég man að ég verð bara að kaupa mér súkkulaðigosbrunn í Vörutorginu.
Ég man að ég verð að fara í sleik við gaurinn í Vörutorginu

Ég man ekki af hverju ég er ennþá leyfð í bloggheiminum.

Ég man ekki þegar ég tók þessa mynd: