fimmtudagur, júlí 06, 2006


Michael Bolton

Ég var í klippingu. Fór til róttæku klippikonunnar sem gerðist heldur betur öfgafull í þetta skiptið. Gaf mér "Michael Bolton sítt að aftan til hliðar-klippingu" að hennar sögn. Stystu hárin eru svona 2 cm og ég fékk sjokk þegar hún tók upp rakvélina. En þá var hún bara að snyrta runnann sem betur fer. Við spjölluðum um himinn og geim, meðal annars sagði hún mér frá einhverri mynd sem gerist í óbyggðum Ástralíu og eftir að hún sá þessa mynd þá langar hana ekkert að fara þangað lengur. Samkvæmt þessari mynd þá týnast 30.000 manns í óbyggðum Ástralíu á ári hverju. Ég held að ég segi bara pass við þessa mynd.


Ég skil núna af hverju Sókrates er alltaf að borða gras. Hann er að reyna að reykja það. Þetta er allavega byrjun.

PS. Söfnunin "Oddný heim!" sem ég stóð fyrir hefur greinilega skilað sér því Oddný er komin heim. Klapp á bakið Særún!

PS2. (er það ekki tölva?) Ég var að kaupa mér júlluberara í fyrsta skipti síðan í ágúst. Ógeðslega er ég mikill lúði og ókvenleg eitthvað. Júlluberarinn er samt boobylicious.

Engin ummæli: