mánudagur, júlí 17, 2006

Helgin

- ég gerði mikil mistök með að prófa þetta "Are you a wax-virgin?" dæmi. Ái.
- ég og Oddný vorum að meikaða
- drukkum bjór og skrifuðum meil á ítölsku
- yfirgáfum menn og fullt af þeim
- fórum til Amsterdam
- við plús Þura rokkuðum og tókum myndir -----> (nr. 10 í "myndarekkanum")
- Þura átti pleisið
- klósetttrúnó
- stal beikonbát á Nonnabitum
- rákum ljóta stráka úr rúmum
- ég gaf dauðum gaur hárnudd sem svaf í sófa
- fór í foursome
- vaknaði kl. 8 og fór til MSN-dömparans að drekka rauðvín
- krotaði svo á hann með olíutúss á meðan hann svaf
- ég hló, ekki hann
- fór með Völu stóru í 5 manna partí
- skutlaði pabba og vinum hans á Players með tilheyrandi pissustoppum
- kom aftur í partíið og þá var Vala hálfdáin
- hösslaði pólskan dyravörð á Hverfizzzzz til að komast inn. Sóun á hössli
- við Vala björguðum stelpu sem tánaglabrotnaði á 11 (allavega var MIKIÐ af blóði) og reddaði henni fari á heilsó (reyndar með löggubíl).
- hún sagðist vinna hjá Sævari Karli og ef það væri eitthvað þá ættum við að koma til hennar
- við Vala erum alvarlega að pæla að fara til hennar á morgun og bara: "Dýrustu Prada skóna takk og skelltu Dolce & Gabana buxum með í leiðinni!"
- en við hættum við sökum góðmennsku
- talaði við ógeðslega mikið af dönskum gaurum í bænum og örugglega 3 af þeim sögðust vera læknar
- ég og Vala erum pottþétt systur
- vorum líka næstum alveg eins klæddar og með alveg eins nefjaðar
- fór svo á Superman Returns í gær
- besta línan: "I had forgotten how warm you were"

Engin ummæli: