föstudagur, júlí 14, 2006

ÉG ER HÆTT

við að segja selebsöguna. Þarna hræddi ég ykkur. Ef þið viljið heyra hana áður en hún lekur í slúðurblöðin þá endilega pikkið í mig, bara ekki fast.
Já lífið er ekki að fara sérlega blíðum höndum um hana Særúnu sína en það er eitthvað sem hún verður að sjá um sjálf. Plönin fyrir næsta ár hafa heldur betur breyst og er "óvissa" einkennisorð núverandi daga. En í leiðinni komst hún að því hverjir eru vinir hennar og hverjir ekki. Nei það er ekki hægt að kaupa þá út í búð og það er greinilega ekki nóg að vera trú og trygg sínum vinum. En sem betur fer á hún góða að sem hún getur treyst og það er um að gera að sía út svörtu sauðina þegar tækifæri gefst. Líka alltaf að gaman að taka út raunveruleikatékkann úr Gleðibankanum og spreða honum í hluti sem virkilega skipta máli eins og til dæmis yfirsýn. Já ég held að þarna uppi sé einhver sem togar í örlagaspottann minn því stundum er manni bara ekki ætlað að gera vissa hluti. Ég veit ekki af hverju ég er svona sentimental en það er kannski þessum eina bjór að kenna sem ég er búin að svolgra í mig. Núna tekur við fylleríisbömmer með góðum vinum og góðum vonum. Skál!

Engin ummæli: