fimmtudagur, júní 22, 2006

Vúhú!

Magni í Á Móti Sól er kominn áfram í Rock Star Supernova! O hann er nýja ídolið mitt. Þessi hökutoppur. Þessi rakaði skalli. Þessi látúnsbarki. Ætla bara að syngja lögin hans í vinnunni í dag.

"Ég er þrítugur í dag, ég nenni ekki neinuuuuuu....."
"Meira meira dóp/t, meira dóp/t meira fjörefni!"
"Ég er miklu meira en spenntur fyrir þér, mig langar bara að vera einn með þér!"

Eins og sést þá er ég mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar. Mér dettur bara þessi lög í hug og kann bara viðlögin. En Magni er svo mikið krútt!


Obbobobb! Gúgglaði 'Magni' og þá kom þessi forkunnarfagra mynd. Magni er óþekkur strákur sem ætti að rassskella!

Engin ummæli: