laugardagur, júní 24, 2006

Hvað er þetta með karlmenn og...

...rassa? Þeir halda að þetta sé einhver stressbolti sem má hjakkast á eins og ekkert væri sjálfsagðara. Sérstaklega ef stelpan er með eitthvað utan á rassinum og er því rosalega... straumlínulaga. Svo ef þeir eru spurðir hverju þeir taka eftir fyrst í fari stelpna þá er svarið oftast: "rassinn". Ekki að ég sé eitthvað að monta mig en ég hef alveg stundum fengið hól fyrir flottan rass en ég er ekkert að fatta það. Mér finnst rassinn á mér ógeðslegur! Þarf að sitja á honum allan daginn og hann er bara krumpaður og ljótur. Buxur fela það bara.
Ekki finnst mér karlmannsrassar æsandi. Maður sér líka aldrei hvernig þessir afturendar eru fyrr en þeir eru komnir úr buxunum. Alltaf í alltof stórum og víðum buxum þannig að lögunin sést aldrei. Strákarassar eru ekki sætir og dúllulegir eins og margir stelpurassar. Annaðhvort eru þeir svo horaðir eða svo massaðir að það er ekkert fútt í þeim. Og ef það er eitthvað utan á karlmannsrössum þá er það af því að þeir eru eitthvað búttaðir... straumlínulaga afsakið.

...brjóst? Slefandi yfir þessum fitu- og vefjaklumpum eins og þeir séu á launum við það frá Hinu húsinu. Káfandi á þessu og klípandi daginn út og daginn inn EN bara ef brjóstin eru lúkufylli eða meira. Þeir vilja ekki sjá þau ef þau eru lítil, A-B skál. Segja/hugsa bara: "Burtu með þessi kvikindi!" og þora ekki að snerta í ótta við að þá fari úr þeim það litla loft sem var þar fyrir. Tékka á brjóstarhöldurum í skúffum eða bara á konunni til að gá skálastærðina svo þeir geri ekki mistök með því að vera að káfa á brjóstum sem eru svo alltof lítil. Svo finnst þeim alveg mergjað ef kona fer í brjóstastækkun og geta dýft sér í þau eins og á stökkbrettinu í Sundhöll Reykjavíkur. Gorta sig við félaga sína ef þeir fá að snerta sílíkonbrjóst. "Og þau voru svo ekta marr!"
Svo eru það geirvörturnar. Ef kona er með litlar geirvörtur þá er bara sett í skransgírinn og bakkað í burtu. Minnir þær á geirvörtur á litlu barni. Og ef geirvörturnar eru í stærð sem þeim líkar, halda þeir að þetta sé einhver dyrabjalla eða lykill. Geirvörturnar þeirra eru aftur á móti allar ógeðslegar. Loðnar og með svona kusk. Ekki ósvipað naflakuski. Það þarf að bera sótthreinsandi á þessu kvikindi svo að maður fái ekki lungnabólgu eða eitthvað.

Tits 'n' ass, my ass!

Athugið: Greinin lýsir ekki skoðun greinahöfundar.

Engin ummæli: