föstudagur, júní 30, 2006

Smámál

Nú er næturvinnutörnin komin á fullt skrið(sund). Á minni fyrstu hef ég aldrei orðið jafn hrædd á minni 19 1/2 ára löngu ævi. Allt var dimmt í húsinu því ég var inni á minnstu skrifstofu í heimi í tölvunni. Ég heyrði eitthvað brölt frammi á gangi og leit fram, þá var enginn þar. Hélt áfram að tölvast og þá kom bröltið aftur en í þetta sinn færðist það (hljóðið sem minnti óvenjumikið á bjöllur) nær og nær og nær. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að líta fram en ákvað að vera djörf. Þá hoppaði eitthvað ferlíki á mig sem reyndist vera sætasta kisa í heimi! Hann hét Johnson. Er það ekki annað orð yfir typpi? Jæja. Ég hleypti krúttinu út sem var næstum því búið að láta mig missa saur og bað að heilsa Johnson-fjölskyldunni. Fór svo að horfa á Fuglastríðið í Lumbruskógi og Viðtal við vampírurnar sem nota bene er ógeðsleg! Varð að hætta í miðri mynd því tilhugsunin um allt þetta blóð kallaði bara á yfirlið.

Heimsreisufundur var haldinn með Pompei og Prag í gær. Gróft plan er komið og er stefnt á að byrja í janúar á Galapagos-eyjum og skreppa svo yfir í Dóminíska og Kúbu til að vörka tannið smá. Í febrúar hittir krúið svo Gyðu á Karnivalinu í Ríó með tilheyrandi búningum og sukki. Svo verður bara djammað um Suður-Ameríku, Chile, Perú, Venezuela og Argentína. Er þottþétt að gleyma einhverju. Svo er planið að hoppa yfir til Nýja-Sjálands og þaðan yfir til Ástralíu og er það minn draumur að komast á Neighbours-settið og hitta Stuart Parker. Og Todie. Og auðvitað Harold, má ekki gleyma aðalkallinum. Einnig er í myndinni að gera stutt stopp í Asíu. Það er því ekki hægt að kalla þetta heimsreisu en ég geri það bara samt! Ég er ekkert smá spennt fyrir þessari ferð og þá er bara málið að byrja að safna því þetta á eftir að kosta sinn skildinginn. Er mest stressuð fyrir öllum þessum sprautum og öllum skordýrunum þarna úti. Og hvað á maður að borða ef það má helst ekki borða ávexti, grænmeti eða kjöt? Seinni tíma vandamál.


Þetta er ekkert grín sko


Hvaða sykurmamma er að fara þangað?

Engin ummæli: