laugardagur, apríl 29, 2006

Mig dreymir

fáránlega drauma. Nóttina fyrir kvikmyndafræðiprófið mitt dreymdi mig nú súrasta draum hingað til. Hann var í svart/hvítu og var alveg eins og hljóðlaus Chaplin mynd. Ég var að keyra á eldgömlum bíl og allt í einu skoppar bolti út á götu og garnhnykill á eftir. Ég stoppa og set upp þennan þvílíka furðusvip. Þá birtist texti: Á eftir bolta kemur garn. Væri örugglega góð umferðarauglýsing en MJÖG súr.

Jæja þá á maður bara kæró en enga vinnu. 1-0 fyrir Særúnu. Ahaha!

Engin ummæli: