fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hin rétta fiðluballsmyndÞarna lít ég ekki út eins og Hringjarinn frá Notre Dame og Jorri ekki eins og Drakúla greifi. Á morgun er það svo dimmitering. Ég verð Iðunn með eplin en hún er ógeðslega sexí. Pælingin svo að vera frekar Iðunn með eplasnafsinn en þar sem ég treysti mér ekki í þann drykk ákvað ég að beila. Það hefði samt verið tremmað. Held mig því við mjöðinn og ölið. Ég verð appelsínugula konan ef þið sjáið hóp af guðum og æsum á vappi í Húsdýragarðinum á geita- hreindýra- og refaveiðum.

Engin ummæli: