sunnudagur, apríl 09, 2006

Dimissio

Þá er það batterí búið. Hittumst nokkur úr bekknum kvöldið áður og saumuðum og klipptum alveg á fullu. Vaknaði svo kl. 5 morguninn eftir til að taka mig til. Til Gyðu var skundað og bakkelsi var á öllum gólfum, stólum og borðum. En hafið þið heyrt um manninn sem var svo lítill að það var táfýla af hárinu hans? Bara að pæla. Síðan var marserað á bíl í skólann og snilldar búningarnir dustaðir og pússaðir. Fyrir framan MR var mikið sprellað, hlaup í skarðið og svona. Svo bara uppí gámabíl og á Pizza Hut. Ég, Erla og Guðrún Elsa fengum þá frábæru hugmynd að labba í MS og föttuðum svo að allir sem við þekktum voru búnir í skólanum. Fórum samt inn og töluðum við einhvern kennara sem við héldum að ætlaði að reka okkur út. En hún var ljúf sem lamb. Nörduðumst í nokkrum MS-ingum sem vissu ekki hvað dimmitering var. Guðrún:"Dimissio er komið af sögninni dimitto á latínu og þýðir að senda burt." Það lækkaði niður í þeim rostann og þeir sögðu svo að við værum með chicken-legs. Ég var bara stolt af þessu kommenti. Síðan fórum við í strætó og í strætóskýlið kom svona 10 ára gamall strákur sem sagði að við værum í ljótum búningum. Við sögðum bara að hann væri sjálfur ljótur. Hann fór svo að gefa okkur fokkmerki og ulla á okkur. Hann var í peysu sem á stóð "3" og ég eitthvað ógeðslega svöl: "Bíddu, ertu 3ja ára eða?" Hann þagði.
Fórum í strætó uppí vessló en þar þurftum við að pissa. Ég tók bónvél (Sjá mynd) Hlupum undan skúringakonum og í MH þar sem við tilkynntum öllum að við hefðum unnið þau í MorfÍs þeim fannst það ekki fyndið held ég. Í Kringluna var haldið og flippað algjörlega. Heim í strætó.

Kristín og Björk komu til mín, við náðum í Guðnýju og fórum í partí til Hauks. Þar var drukkið og horft á Ídolið. Ætla ekkert að tjá mig um úrslitin. Ég og Hildur fórum á gott trúnó, gott að létta svona hlutum af sér. Takk fyrir það Hildur. Prikið. Kúltúra. Man samt ekkert hvað ég gerði þar. Hressó. Týndi veskinu mínu þar. Þá var allt ónýtt bara. Fékk lánaðan pening fyrir leigubíl hjá indælum dreng enda búin að týna öllu, fólkinu og veskinu. Hringdi svo um morguninn í Hressó og þá var veskið þar. En svo fékk ég flensuna í gær og var með svona 39,5 í gær en í dag 38. Gæti ekki komið á betri tíma. Allir að lesa fyrir próf á meðan ég get varla hreyft mig eða borðað. En þetta var góður dagur þrátt fyrir vesen og ég mun bara aldrei gleyma honum enda er ég í besta bekk sem hægt er að hugsa sér. Kannski ekki námslega séð en þið vitið hvað ég meina :)

MYNDIR!

Engin ummæli: