sunnudagur, apríl 16, 2006

Hamingjulega páska!

Ég fékk páskaegg. Númer 4 frá Freyju. Ekki Kalla á þakinu-egg heldur Ella eldflugu-egg. Það var falið eins og alla mína páska. Leitin tók laaaangan tíma. Fyrst fann systir mín mitt egg inn í Kirby-ryksugunni niðri í kjallara. Eldgömul suga sem rennilásapoka. Ekkert ryk á egginu samt. Fórum upp og leituðum. Kíkti á heimilisryksuguna og hugsaði: "Nei, þau eru ekki svo uppátækjasöm að hafa ryksuguþema." Sneri mér því að öðrum felustöðum en ekkert fannst. Eftir mikla leit fundum við eggið... í heimilisryksugunni. Þetta var þó skárra en þegar þau földu eggin í óhreinatauinu, undir brauðristarhlífinni, í ruslatunnunni inni á baði og í gömlu stígvéli. Bráðum vex maður upp úr þessu. Verð samt örugglega ekki heima næstu páska þannig að það er ágætt að enda þetta með ryksugufelustað.

Svo verður matarboð og þemað verður "Einhleypingar". Það verður alveg ég, systir mín og tveir bræður hans pabba (einn var að skilja) sem erum einhleyp. Helmingur borðhaldsins. En lítill fugl hvíslaði að mér að ein/n af þessum verður ekki einhleyp/ur svo mikið lengur ;) Segi ekki meira að svo stöddu.

Já verð að segja frá einu. Fór í eitthvað partí á föstudaginn en var dræver sem er ekkert nýtt. Í partíinu voru bara sætar stelpur að deyja úr hor. (alltaf að bora í nefið) Ég lét platast í "ég hef aldrei" og komst að ýmsu um fólk partísins. Ein af stelpunum er að verða 18 ára, byrjaði að sofa hjá þegar hún var 12 eða 13 ára, hefur aldrei stundað kynlíf án þess að fá ekki fullnægingu, meira að segja þegar hún missti meydóminn (þegar hún var þá 12 eða 13 ára!), hefur efast um kynhneigð sína og hefur sofið hjá í annarri heimsálfu. Takk fyrir infóið! En samt ágætis partí :D

Kristín/Kittý/Lafði Kristín/Kristín Guðmunds./Kristín krulla er byrjuð að blogga og fær link að gjöf. Páskaeggin eru því miður búin Kristín mín.

Öppdeit: var að setja inn myndir af páskadeginum, sem sagt deginum í dag. Og segja svo brandara: Hvað gerist þegar að gyðingur með 25 cm bóner hleypur á vegg? - Hann nefbrotnar. Ok kannski er hann ljótur en hann er rosalega í anda þess sem ég er að lesa í sögu.

Engin ummæli: