þriðjudagur, apríl 18, 2006

Djöfullinn!

Allir í fjölskyldunni að fara til London eða Noregs á morgun. Ekki ég. Á meðan allir verða í flugvél að borða yndislegan flugvélamat verð ég að svitna yfir söguprófi. Djöfullinn!

Það er víst í tísku að deita einhvern sem er 10 árum yngri en maður sjálfur. Hér með auglýsi ég því eftir einum 9 ára gutta. Má vera að skríða í 10 ára aldurinn.

Ég las og glósaði stanslaust í 7 tíma með aðeins einni lattepásu. Ég er stolt móðir.

Ég fékk póst frá konrektor sem byrjaði svona: "Sæl Særún". Brá ekkert smá. Hann var samt bara að láta mig vita að myndin sem ég ætlaði að senda bekknum mínum var of stór. Skammaðist mín soldið því ég skrifaði bara kjánalega hluti í bréfið.

Engin ummæli: