fimmtudagur, desember 01, 2005

Tannlæknar

Ofmetin stétt. Var að koma frá tannsa áðan, þeim dýrasta í bænum. Vegna hans mun ég ekki geta borðað í nokkra daga. Kvennsan þurfti endilega að byrja á því að skafa mig til blóðs með króki. Það var vont en ég beit á jaxlinn og í puttann hennar í leiðinni. Hún átti það skilið. Svo þurfti hún að skera burt einhvern húðflipa sem var á endajaxlinum mínum. Sagði fyrst að ég gæti ekki borðað í svona 2 tíma og þyrfti að leyfa þessu að gróa almennilega. Jújú ég samþykkti það þótt ég ætlaði að vera ýkt dugleg að æfa mig á lúðurinn í dag. Hún deyfði og það var vont. Svo sagði hún: "Æjæj, vitlausu megin!" Ég hefði getað kýlt hana. En jæja, loksins tókst henni að deyfa réttu megin og skar svo burtu húðflipann og það blæddi fullt. Svo sagði hún að hún hafi meint að ég mætti helst ekki borða í 2 daga (ekki 2 tíma) en ef ég þyrfti nauðsynlega að gera það þá yrði það vont. HA?! Þannig að ég þarf bara að svelta og bíta í bómul í 2 daga. Þar af leiðandi á ég erfitt með að tala og þurfti endilega að hitta fógeta minn á leið minni heim. Það var nú skrýtna samtalið ef samtal má kalla. Og nú bít ég í blóðugan bómul og er að deyja úr hungri. Er líka byrjað að slefa smá, er líka deyfði báðum megin.

Samrænda prófið í ensku haldið með pomp og pragt í morgun. Ég skilaði auðu, eða svona næstum því. Teiknaði jólasvein sem gaf fokkjú merki og sagði: "Fokk jú Þorgerður!" Við hliðina á honum var svo risastór jólaköttur að kúka á samrænt próf. Svo fór ég út og keypti miða á náttúrutónleikana 7. janúar.

Sem betur fer er Footballers' Wifes í kvöld. Bara svo ég haldi geðheilsunni. Já Sylvía Nótt er líka og baddsjelorinn. Hvað það verður veit nú enginn. Fólk má hringja í mig ef það vill heyra hvernig ég tala.


Hey, ég á svona kjól. Ég er bara miklu flottara í honum. OJE!

Engin ummæli: