laugardagur, desember 03, 2005

Nú er illt í efni

því mín er bara suddaveik. Byrjaði að finna fyrir þessum týpísku beinverkjum áður en ég fór í vinnuna í gær en píndi mig til að fara. Það sem maður gerir ekki fyrir þetta jólahlaðborð. Jæja, mér byrjaði sífellt að versna og minnstu munaði að ég gubbaði á einn kúnnann. Þá var ég send heim. Á leið minni heim keyrði ég næstum því á ljósastaur. Það er ekki gáfulegt að keyra veik. Mældi mig með rassamæli þegar heim var komið og viti minn, 39 stiga hiti. Og próf alla næstu viku! Vaknaði svo í nótt og hálsinn minn var búinn að tvöfaldast, stökkbreytast. Upp að eyrum. Veit ekki hvað þetta er en ef það er það sem ég held að það sé (streftókoggar) þá verð ég rúmliggjandi næstu vikuna. Jebb. Það verður þvi húllumhæ þegar ég tek öll prófin mín á þessum 2 dögum sem ég hef til þess. Gangi ykkur hinum þá bara vel í prófunum. Get ekki skrifað meira, beinverkirnir alveg að fara með mig. Desember er ekki minn happamánuður. Hvað gerist næst? Ég held að það kvikni í húsinu mínu á aðfangadag. Eða í öllum gjöfunum. Fylgist spennt með!

Engin ummæli: