miðvikudagur, júní 08, 2005

Pabbi byggir

Ég fór að spyrja föður minn áðan af hverju í ósköpunum það eru engar stelpur að vinna við byggingavinnu sem handlangarar og sagði hann mér sögu sem tengist því. Fyrir nokkrum árum voru víst nokkrar stelpur sem unnu hjá fyrirtækinu hans en hurfu skyndilega af yfirborði jarðar. Þannig er mál með vexti að einn sólríkan dag byrjaði að rigna á stelpurnar og þær skildu ekkert af hverju. Þeim var litið upp í loft og var þá Kiddi kranamaður að skvetta úr skinnsokknum úr krananum. Þær létu ekki sjá sig eftir það og kynsystur þeirra ekki heldur.
Hann sagði mér aðra pissusögu úr vinnunni. Þá var einhver múrari sem nennti aldrei að fara á klósettið að pissa þannig að hann pissaði bara í einhverja fötu og lét hana svo standa í sólinni. Þegar að aðrir gengu framhjá munaði litlu að það liði yfir þá. Það er víst vond lykt af heitu pissi. Svo þegar að fatan fylltist, skvetti hann einfaldlega úr henni af 5. hæð og Guð einn veit hvað herlegheitin lentu.

Já mikið væri ég til í að vera í byggingarvinnu...Æi þetta var bara svo súr mynd

Engin ummæli: