mánudagur, júní 06, 2005

Geitungalaust sumar?

Ég held nú ekki! Ef það er eitthvað sem fær mig til að kikna í hnjánum, þá er það ekki fríður karlmaður heldur suðandi geitungur. Þegar þeir nálgast gef ég frá mér hljóð sem á sér ekkert líkt og fer í nokkurs konar varnarstellingu sem er ekki ósvipuð fórsturstellingu. Það er því glatt á hjalla þegar ég og Geiri geitungur hittumst, fyrir aðra, ekki fyrir mig.
Nú er aðalfréttaefni líðandi stundar geitungaleysi sumarsins. Það er greinilegt að geitungunum hefur tekist ætlunarverk sitt; að plata Íslendinga upp úr skónum. Nú sitja þeir örugglega sallarólegir í risastórum helli á Dalvík með bjór í 5. liðskipta fætinum og kókaín í 3. liðskipta fætinum, horfa á fréttirnar í geitungasjónvarpinu sínu og hlæja af sér rassgatið yfir heimsku mannsins. Þeir eru nefnilega ekki dauðir. Þeir eru að plana eitthvað stórt, eitthvað brjálað. Þeir eru að plana HEIMSYFIRRÁÐ! Og auðvitað er best að byrja á litla skerinu í Atlantshafi. Enginn getur komið að bjarga okkur og enginn mun frétta af þessu fyrr en allt of seint. Ég ætla því ekki að sitja á rassgatinu, bora í nefið og gera ekki neitt. Ég ætla að leggjast í dvala.

Nei bara pæling sko...Sá konu í gær sem er alveg eins og hann.

Engin ummæli: