miðvikudagur, maí 18, 2005

Er til hálf hola?

Þeirri spurningu hef ég velt fyrir mér í mörg mörg ár, alveg frá því að ég var í unglingavinnunni hér forðum daga. Þá voru stelpurnar í hópnum (3 talsins) með kenningunni og strákarnir (u.þ.b. 20 talsins) voru á móti. Forsprakki karlaveldisins var strákur sem var með mér í 10. bekk, betur þekktur sem strákurinn sem tapaði fyrir stelpu á Íslandsmeistaramótinu í skylmingum. Hann hvarf sporlaust úr hópnum eftir að hann labbaði í burtu eftir rifrildi við flokkstjórann sem var að mig minnir algjört fífl. hóstvalurgrettissonhóst. Það vildi svo skemmtilega til að við vorum stödd upp í hrauni við Álverið að rífa niður gamla fiskihjalla þegar hann fékk þá hugdettu að labba heim í fílukasti. Síðast sáum við til hans þegar hann hoppaði upp í vörubíl eftir að hafa húkkað far á Reykjanesbrautinni með því að sýna smá leggi. Fróðir menn segjast þó hafa séð kappann í garðagatinu í MH að skylmast við sjálfan sig. En nóg um það. Hér á eftir ætla ég að koma með nokkrar kenningar um umrædda spurningu:

Klobbakenningin

Segjum sem svo að þú ætlir að grafa holu. Þú ert búinn að ákveða að holan eigi að vera 10 m að lengd og 10 m að dýpt. Þú byrjar að grafa. Helst í mold. Þú ert búin/n að grafa holu sem er 10 m að lengd og 5 m að dýpt, alveg ógeðslega dugleg/ur. Svo nennirðu ekki meiru. Þá ertu komin/n með hálfa holu miðað við það sem þú ætlaðir upphaflega að grafa. Q.e.d.

Pungakenningin

Ég heyrði bara blablaríðablacounterstrikeblabla þannig að þeirra kenning er ekki til.

Vísindamannakenningar

Til að afla mér upplýsinga fór ég á þennan vef. Mér til mikils hláturs komst ég að því að sá sem sendi inn spurninguna var einmitt að vinna með mér í sömu unglingavinnu, hann Gísli Bólu-Hjálmar. Hann hefur verið svona óöruggur með þetta greyið.

Kenning 1: (Hér kemur margra síðna ritgerð um eitthvað sem ég nennti ekki að lesa og skilja. Síðasta málsgreinin er því nóg.)
Í stuttu máli má því segja að ef við skilgreinum holu á einhvern hátt sem mælieiningu eða staðal geti vissulega verið til hálfar holur en þegar talað er um holur sem hluti af ákveðinni gerð séu ekki til hálfar holur.

Þeim sem vilja lesa sér meira til um holur og göt er bent á þessa bók:
Roberto Casati & Achille C. Varzi (1994), Holes and Other Superficialities, Cambridge (Mass.)/London: MIT Press

Kenning 2:
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í huga að hálfnað er verk þá hafið er.

Ekki er verra að sá sem hálfu holuna grefur sé annaðhvort hálftröll, hálfsterkur eða hálfdrættingur og klæddur í hálfsokka. Stærð holunnar skal mæla í hálftommum. Með svipuðum aðferðum má gera hálft gat á dúk með því að klippa úr honum hálfan bút.
-----
Þetta er ekki svar, þetta er bara fyndið!

Mín kenning er samt best. Eða hvað finnst þér? Ef þú ert ósammála, þá mun ég finna þig í fjöru í hálfri holu.



Ef helmingur meðlima hljómsveitarinnar Hole myndi hætta eða deyja úr hori, þá yrði bara hálf Hole eftir.

Engin ummæli: