þriðjudagur, mars 22, 2005

Já, vil bara byrja á því að þakka henni Oddnýju elskunni minni fyrir þetta góða innlegg hérna fyrir neðan. Gaman að þessu! Sérstaklega þar sem ég var við hliðina á henni að tala við einhvern í símann... og guð einn veit við hvern ég var að tala. En það var sem sagt árshátíð í gær. Það var bara tussugaman enda var áfengið í tonnatali. Af því að það var árshátíð skellti ég mér á eitt krullujárn í gær sem ég hefði betur átt að sleppa því ég var eins og Diana Ross á góðum og rökum degi. Svo gisti ég hjá Oddnýju og vaknaði bara í náttfötunum hennar og með teppi. Ah það var nú gaman að því. Og núna ætla ég að fá mér feitan þynnkumat, steikja mér beikon eða eitthvað.

Þynnkulögin góðu:

LCD Soundsystem - Daft Punk is playing at my house
Har Mar Superstar - DUI
Beck - E-Pro

Engin ummæli: