miðvikudagur, mars 23, 2005

Þar sem dagar þessa "drykkjubloggs" eru taldir, er hér kominn nýr liður á þetta "nýja, ferska og edrú" blogg en það er liðurinn:

Tilraunin

Tilgangur: að komast að því hvort vökvi renni beint niður ef maður er að drekka hann um leið og maður pissar.

Framkvæmd: gegnið er inn á salerni eða einhvern annan stað til þvaglosunar, t.d. kamar eða holu. Buxurnar eru varlega dregnar niður á hæla og síðan er vatn með matarlit dregið fram, helst með grænum matarlit. Best er að koma sér vel fyrir og ef til vill með gott slúðurfréttablað í hönd. Þá er kreist af öllum lífs- og sálarkröftum þangað til þvagið byrjar að drjúpa. Þá er matarlitsvatnið teigað í botn og síðan er beðið, þó ekki með óþreygju, eftir að grænt piss myndist um leið.

Niðurstöður: ógrænar.Þessi mynd koma þegar ég gúgglaði green piss. Æi en sætt.

Móa mín, ef þú ert að lesa þetta, þá gleymdi ég ekki afmælinu þínu í gær. Ég bara fresti því aðeins. Til hammó með ammó!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ. var að sjá þetta núna. gott að þú mundir eftir því!hahahah....sjáumst!


kveðja

móa