sunnudagur, febrúar 13, 2005

Súri dagur

var laugardagurinn 12. febrúar. Ég neyddist til að fara í eitthvað fimmtugs afmæli í Borgarnesi með familíunni og í afmælinu var samansafn af skrítnasta og leiðinlegasta fólki sem ég hef séð. En það var allt í lagi því það var ókeypis bjór! Planið var nú ekki að fá sér en þegar ég komst að því í hvurslags klípu ég var komin í við það eitt að vera á staðnum, gat ég ekki annað en fengið mér nokkra öllara. Svo var hringt í mig og mér boðið á generalprufu hjá Herranótt. Vitaskuld var ég föst í Borgarnesi og til að reyna að bæta upp svekkelsið, fékk ég mér bara nokkra bjóra í viðbót. Á leiðinni heim kom pabbi með slæman brandara. Hann gaf mér fokkjú merki og spurði hvað þetta væri. Ég svaraði: "Uuu, typpi?" Þá sagði pabbi: "Neeeei, Hús verslunarinnar"! Svo hló hann dátt. Himinninn var stjörnubjartur og fór því heimferðin í það að búa til mín eigin stjörnumerki eins og Vigtin, Beisbollkylfan og Stangastökkvarinn. Ég var því illa stödd þegar komið var í göngin. Engar stjörnur þar. Ég sofnaði því og vaknaði þegar ég var komin heim til Oddnýjar. Þar skutluðumst við í súrasta teiti sem ég hef farið í og eru mörg teitin súr fyrir. Þar voru 5 strákar og við og þeir voru allir að reykja einhvern andskotann, drekka tælenskt viskí og fá sér eitthvað guarana-dót í skeið. En það var allt í lagi nema að þegar ég skrapp frá í smástund og kom aftur, fann ég símann minn allan útí kertavaxi og kóki. Eftir dans uppi á stólum og gítarspil fórum við heim. Heim var ég komin um hálf 8 og mamma alveg klikk. Þá fattaði ég að ég verð að hætta þessu rugli, vera bara heima um helgar, horfa á Idolið og Gísla Martein. Já það er góður lífstíll. Þar hafið þið það!

Engin ummæli: