laugardagur, febrúar 12, 2005

Það er stutt í spunann

- er einhver munur á harla og varla?
- en á tónlist og hljómlist?
- ég fór á Hjálmatónleika í gærkvöldi. Það var æði þrátt fyrir eymsli í fótum.
- það er hættulegt að opna fjúkandi svalahurðir undir áhrifum.
- eftir 2-3 bjóra verður fólk skyndilega rammfalskt.
- það er munur á því að skalla og kýla.
- háhælaðir skór eru dauðinn í skólíki.
- það er ekki gott að sofa í kuðli.
- það er ekki eins að horfa á Idolið með Lays snakk.
- það er ekki gáfað að leggjast á dansigólf á balli til að fara að sofa.
- það er rosalega gaman að koma heim og sjá að 23 hringingum var ekki svarað á símanum sínum.
- letibloggarar eiga ekki skilið að vera hrútspungar.

Engin ummæli: