fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Antík tellevisjón-þættir

Ég átti ágætis spjall með strætófélugunum mínum góðu um gamla sjónvarpsþætti sem við öll söknum svo mikið. Hér koma þeir allra helstu og söknuðustu: (Jájá það má segja það)

Breaker High: Ástralskur þáttur um krakka í menntaskóla og vandamál þeirra. Þau höfðu gaman af því að hanga á einhverri billjardstofu og við höfrungasundlaugar.

Biker Grove: Breskur þáttur um krakka í félagsmiðstöð. Leiðinlegir en samt svo gaman að horfa á þá. Og hver getur gleymt laginu: Ú biker biker, biker grOOOve!

Ráðagóðir krakkar: Franskur þáttur um systkin sem eru með leynilega útvarpsstöð í herberginu sínu. Í þáttinn hringja krakkar með ýmis vandamál sem systkinin leysa síðan... alltaf. Skemmtilegur þáttur á sínum tíma en ekki lengur.

Molly: Annar franskur þáttur um stelpuna Molly sem fer á eitthvað heimili og hlustar alltaf á gult vasadiskó. Svo hjólar hún mikið. Ég man þó eftir því að stundum var þátturinn á ensku og stundum á frönsku. Hah.

Undrabarnið Alex: ó og æ hvað ég var límd við skjáinn á miðvikudögum kl. 6 þegar Undrabarnið Alex var í sjónvarpinu. Ég man meira að segja hvenær hann var sýndur. Ég man samt ekki alveg um hvað hann fjallaði en það var eitthvað grænt.

Sabrina: Ég festi mig við sjónvarpið með sogskálum þegar Sabrina var í imbanum. Kötturinn Salem var nefnilega svo sexí.

Spegill spegill: Ástralir eru góðir í að búa til þætti, það er víst. Þessi fjallaði um töfraspegil þar sem stelpa fer í gegnum hann og fer þá aftur í tímann. Vó!

Man ekki en þetta var teiknimynd um 2 rokkstráka sem fóru í símaklefa og fóru aftur í tímann. Vó! Ég prófaði nú þetta símaklefadæmi einu sinni en það virkaði ekki. Fékk bara gat á hausinn fyrir vikið.

Man ekki en þátturinn fjallaði um stelpu í Ástralíu sem átti heima í húsi þar sem 2 dauðir feðgar komu alltaf í heimsókn. Náði ekki alveg söguþræðinum á mínum yngri árum.

Man ekki en þátturinn var um eitthvað lítið tröll í sandi sem lét óskir krakka rætast. Ég fékk alltaf martraðir útaf þessu trölli. Slæmir tímar.

Eruð þið myrkfælin?: Óó, mér líður illa yfir að tala um þennan þátt. Ef ég hef skaddast andlega sem barn, þá var það útaf þessum þætti. Martraðirnar poppuðu upp eins og örbylgjupopp. Sérstaklega þegar þátturinn um stelpuna sem festist í dúkkuhúsinu sínu var sýndur. Ég þorði ekki að leika með mitt dúkkuhús eftir það. Ekki það að ég lék mér með dúkkuhús...

Úrið hans Bernharðs: Bernharður átti úr sem gat stoppað tímann. Svoleiðis úr var á afmælisgjafaóskalistanum mínum eftir það. En ég fékk það aldrei...

Hafgúan: Þáttur frá Ástralíu um hafmey úr geimnum. Svo kynntist hún krökkum sem voru í einhverjum kafbát. Besti vinur hennar var hvalur. Lúser!

Jeg kan ikke huske men showen handlede om en dreng som udvikledes til en hund. Det var så sjovt! Og jeg grinede og grinede hele tiden! Oh det var gode dage.

Er ég að gleyma einhverjum?

Engin ummæli: