mánudagur, febrúar 28, 2005

28. febrúar

er í dag. Ég fór að pæla í því hvað ég væri gömul ef ég hefði fæðst 29. febrúar. Þá væri ég 5 ára. Þá væri ég bara ennþá í leikskóla að skríða í grunnskóla. Ég sé það svo í anda. Allir þeir sem eru fæddir 29. febrúar þurfa að gera allt 4 sinnum hægar en allir aðrir. Fara fjórum sinnum í 2. bekk og þar fram eftir götunum. Svekkjandi. Þá myndi hið sama fólk útskrifast úr menntaskóla um áttrætt ef það nær svo langt.

Ég er að komast að því að ég er ekki ein í heiminum. Ég er t.d. ekki sú eina sem hefur dreymt að vera að pissa, líða bara vel og vakna svo í pissublautu rúminu. Það er reyndar mjög langt síðan (Sumarbúðir á Úlfljótsvatni '98) en ég mun alltaf muna eftir þessu atviki. Atvikinu sem breytti mér úr unglingi í gamla konu sem getur ekki haft stjórn á þvagláti sínu. Neinei, nú ýki ég. Ég er allavega búin að finna 5 aðra sem hafa lent í þessu. Eflaust þora hinir ekki að viðurkenna þetta.

Engin ummæli: