þriðjudagur, janúar 25, 2005

Það er súrt að vera veik. Veiktist herfilega eftir krufningu á svínsinnyflum í líffræði á föstudaginn. Ætlaði nú að taka þetta með trompi þrátt fyrir það að ég kúgast alltaf þegar ég sé og hugsa um blóð. En allt kom fyrir ekki. Mig svimaði, fór á klósettið í hvítri plastsvuntu og ældi þar af öllum mínum sálarkröftum. Ég hálfskammaðist mín nú fyrir að þurfa að segja líffræðikennaranum frá þessu. Hún flissaði bara og leyfði mér að fara. Söngballið kvöldið áður átti kannski hlut að máli því fyrir ballið drakk ég mikið heima hjá mér. Sorglegt, aha. Ég og Björk áttum ágætis kojufyllerí og töluðum um daginn og veginn. Þá aðallega um kærasta- og kúruleysi. Þetta er harður heimur. Ég kveð.

Engin ummæli: