miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Heimskusamtal dagsins

Ég var að vinna á sláttuvélinni í gær (í 11 tíma!) þegar ég hitti stelpu sem var með mér í grunnskóla (Við vorum sko ekki par). Samtal okkar var einhvern veginn á þennan veg:

Stelpa: Hæ! Ógisslega langt síðan ég sá þig! Ég sé þig bara aldrei í skólanum.
Ég: Það er kannski af því að ég er ekki með þér í skóla.
Stelpa: Ha, ertu ekki í Flensborg? (voða hissa)
Ég: Nei, því miður.
Stelpa: Nú, þá er það ekkert skrýtið. Bíddu, ertu að vinna við það að keyra á rallíbíl um Hafnarfjörð?
Ég: HA?
Stelpa: Já, er þetta kannski gjörningur eða eitthvað?
Ég: HA? (Löng umhugsunarþögn) Nei, ég er sko rallíbílaskemmtikraftur Hafnarfjarðar. Besta starf í heimi! En jæja, ég þarf að skemmta í barnaafmæli eftir 5 mínútur. Verð að skjótast á rallíbílnum mínum hraðskreiða.
Stelpa: OK, gangi þér vel!

Sumt fólk mætti alveg hengja sig. Nei Særún, svona segirðu ekki!

Engin ummæli: