fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Óhappadagur

Óhöppin voru mörg í dag og hér koma þau sem standa upp úr:

1. Ég tók daginn snemma og fór í ökutíma. Brummaði ég niður Laugarveginn og svo niður á höfn í Reykjavík. Þar klessti ég næstum því á tjaldvagn við Seglagerðina Ægi. Þökk sé skjótum viðbrögðum og aukabremsu kennarans meiddist enginn tjaldvagn, bíll eða Særún.

2. Rósa frænka kom í heimsókn í vinnunni með tilheyrandi gjöfum og tilstandi.

3. Ég var að setjast inn í bílinn sem flytur okkur slátturfólkið og var að loka rennihurðinni þegar bíllinn fór af stað. Bíllinn er þannig innréttaður að aftast eru 3 sæti, næst tvö og fremst einnig tvö. Bíllinn fór svo snökkt af stað að ég var alveg að detta þannig að ég ákvað að grípa í höfuðpúðann frammí en greip einnig í hár annars flokkstjórans sem er sítt mjög. Hann öskraði og mér brá svo að ég datt aftur fyrir mig á gólfið, beint á einhverja skrúfu sem stóð upp úr gólfinu. Ég uppskar risastóran marblett á rassinn og reiðan og hársáran flokkstjóra.

4. Ég var að fá mér sopa af Húsavíkurjógúrti í fernu í ofanverðum bíl þegar keyrt var harkalega yfir hraðahindrun. Og vitaskuld skvettist jógúrtið á aðra kinnina á mér við höggið og örugglega líka á farþega fyrir aftan mig. Ég var því útötuð í jógúrti það sem eftir var dagsins og var vinsæll áfangastaður skordýra, aðallega geitunga.


Engin ummæli: