miðvikudagur, júlí 21, 2004

Í Portúgal

- var gaman
- fór ég á jet-ski, sjóleða og bananabát.
- smakkaði ég krókódílakjöt, strútakjöt, krabbaklær og froskalappir.
- fór ég á fótboltaleik.
- gleypti ég mikið af sjó.
- var sandur í öllum rifum og skúmaskotum.
- drakk ég af mér allt vit.
- komst ég að skemmtilegheitum þess að bæði spila og horfa á golf.
- komst ég að því að Bretar eru leiðinlegasta og frekasta fólk sem til er. Allavega þessir sem voru á sama hóteli og ég.
- eru flestir innfæddir með forljótar tær.
- eru flestir karlmenn fagrir.
- gerði ég skandala og keypti mér sandala.
- fékk ég mér tattú á öxlina.
- keypti ég mér flota af íþróttafötum fyrir íþróttina sem ég æfi ekki.
- hitti ég ónefndan kennara í tónlistarskólanum blindfullan niðri í bæ.
- hitti ég ljósmóður mína.
- brann ég á tánum og augnlokunum.
- var Rottweiler hundur bundinn úti í blokkinni á móti hótelinu.
- sá ég í fyrsta skipti móður mína fulla.
- drakk ég kókglas sem ég hefði ekki átt að gera.
- ætlaði ég að fara á brjálaða tónleika en varð að hætta við - allt útaf einu glasi af margarítu.
- smakkaði ég fullt af kokteilum og fann bara einn góðan - Pink Butterfly.
- talaði ég við Sigurjón Kjartansson.
- eignaðist ég marga vini - ekki að ég þurfti eitthvað fleiri. Hehe!
- keypti ég mér bambusflautu.
- er heitt.

Engin ummæli: