fimmtudagur, júlí 22, 2004

Bakið mitt

er búið. Í dag var tómstundadagur í vinnunni og var farið meðal annars í go-kart. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og kunni því ekkert á þetta og það var ekki verið að kenna mér neitt á apparatið. Adrenalínið var ennþá að flæða eftir þessa blessuðu utanlandsferð að ég gat bara ekki hamið mig á brautinni. Ég svínaði framúr, klessti á og keyrði útaf en það á sér góða og gilda skýringu: enginn sagði mér að það ætti að stíga á bremsuna í beygjum. Það er kannski kommonsens en mér fannst alveg nóg að sleppa bara bensíngjöfinni og það virkaði alveg stundum. Þegar tíminn var hálfnaður og ég búin að keyra 2x útaf (fyrsta skiptið var ekki mér að kenna) var mér sagt að hætta vegna þess að ég var ógn við hina sem voru að keyra og hefði líklegast ollið stórslysi hefði ég haldið áfram. Og þá var hlegið að mér. Það er einhver lítil rödd innan í mér að segja mér að ég eigi ekki að vera undir stýri. Ég finn það bara á mér.

En ég vann keiluleik!!

Engin ummæli: