sunnudagur, júní 06, 2004

Jahá!

Eins og sjá má á síðustu færslu minni var ég afar ölvuð í gær. Það var nú samt bara gaman og ég og Oddný kysstumst ekki, fyrir ykkur sem vildu vita það. Kvöldið byrjaði í grillpartýi þar sem Prince Polo var stungið í vasa og mikið af því. Ég lærði svo nýtt orð yfir smóking - reykingaföt. Hahaha! Og þá hló ég mikið. Síðan var partýið fært annað og var þá ekki lengur grillpartý, heldur garðpartý. Ég og Oddný vorum snemma mjög ölvaðar og fengum titilinn "Fullu stelpurnar". Ég skallaði flösku með munninum sem var vont og það blæddi. Síðan fórum við á rúntinn niður Laugarveginn og öskruðum mikið. Vinsælast var að öskra: "Foliiiiiii! Nei ekki þú" og lagið um hann Fola, fola fótalipra, öðrum farþegum til mikillar ánægju. Við hoppuðum svo út úr bílnum og fórum á röltið og hittum marga. Sumir voru leiðinlegir en aðrir þrusu skemmtilegir. Jæja, sagan er búin.

Heimasíða dagsins

Þessi - uppáhaldsbúðin mín.

Engin ummæli: