miðvikudagur, júní 23, 2004

Buuu...

Í vinnunni, í vinnunni, þar er gott að vera. Nú ýki ég svolítið en eins og allir sem þekkja mig ættu að vita, þá geri ég það oft. Í dag var ég með 2 mállausum krökkum að raka við Reykjanesbrautina. Það er ekki hægt að tala við þau og ef ég spyr að einhverju, fæ ég alltaf einsatkvæðissvar sem heyrist ekki einu sinni og berst það með vindinum til eyrna mér 10 mínútum eftir að ég spurði. Einu skiptin sem ég tala yfir daginn er þá í hádeginu þegar ég hitti hina krakkana. En það er ekki það versta, ónei. Því fylgja mikil óþægindi að vera að vinna í gulum vestum við svo stóra umferðargötu sem Reykjanesbrautin er. Fólk notar óspart flautuna á okkur og öskrar niðrandi orð. Til dæmis var öskrað á mig í dag: ,,Flott gult vesti. Viltu ekki koma heim með mér svo ég geti tekið þig úr því?" Ég sagði bara: ,,Fokkjú!" og hélt áfram að raka. Þegar ég hélt að líf mitt myndi enda úr leiðindum í dag, gerðist hið undursamlega. Eitthvað fjólublátt blakti í einum runnanum. Já þið giskuðuð rétt, 1000 krónuseðil var þar að finna. Og mig sem vantaði einmitt pening í bíó. Seinna fann mállausi strákurinn annan þússara en hann gaf ekki upp eitt múkk við fundinn, heldur stakk honum beint í vasann. Þá varð mállausa stelpan ennþá fýldari á svip en áður því hún var sú eina sem fann ekki þúsundkall. Þetta verður í síðasta skipti sem ég lýsi fyrir ykkur vinnudegi því ég vorkenni ykkur fyrir að hafa lesið svona langt, svo leiðinleg er þessi lesning.

En áfram með smjörið. Það er hálfur mánuður þangað til að ég fer til Portúgal. Mamma er strax farin að kaupa handklæði og farin er íhuga hvaða sólarvörn hún eigi að kaupa fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim. Við erum nefnilega ekki öll með sömu húðtýpu, sjáið þið til. Hún pælir líka mikið í bikiníum og líkamsrækt þessa stundina. Segir að ég sé löt af því að ég hef ekki farið í ræktina í viku. Ég er bara mjög upptekin vinnandi manneskja, það er allt og sumt.
Lifið heil en ekki hálf, borðið á við feitan kálf!



Ég á svona úr, liggaliggalái!

Engin ummæli: