mánudagur, júní 21, 2004

Bókasafnsblogg

Nú er ég staðsett í Gamla bókasafni Hafnarfjarðar á trúbadorakvöldi. KK er að fara að spila á eftir. Í gær var ég að spila með hornkvartettinum Horn og rúnstykki og spiluðum við nokkur góð lög á Ung-klassískukvöldi, t.d. Rocky og Gaudeamus við mikinn fögnuð áheyrenda. Það er svo gaman að vera frægur.

Ég komst inn í sláttuhópinn með miklu tuði og hvolpasvip. Núna verður sko glatt á hjalla hjá mér, Erlu og Kristínu. Ég fæ skærgult vesti, heyrnatól og skó með stáltá. Þess vegna get ég sparkað í einhvern, vafið hann svo í gult vesti og stungið heyrnatólunum... utan á rassinn á viðkomandi.

Já, sukksagan frá Vestmannaeyjum. Það er nú takmarkað hvað ég man en ég skal reyna að kreista eitthvað útúr minniskubbnum. Ég, ásamt hinni góðu sveit LH, lagði leið mína í bátinn Herjólf og sigldi til Tyrkjanna í Vestmannaeyjum. Það var gott til sjós og hefði það verið hægðarleikur að renni fyrir fiski ef net hefði verið meðferðis. Ég hefði bara kannski getað notað... inertNETIÐ! Hohoho! Með í för voru 7 aðrar íslenskar lúðrasveitir ásamt einni frá Noregi og annari frá Finnlandi. Við gistum í skóla í eynni í stofu 34. Það kom mér mjög á óvart að börn í 6. bekk þar í bæ eru í tíma sem heitir Auðvitað. Ekki veit ég hvað er gert í honum!Um kvöldið var byrjað að búsa, búsa og djúsa og var partýtjaldvagninn aðalpartýpleisið. Einn meðlimur í okkar sveit var svo sniðugur að taka hann með og var það vel þegið. Fyrst var farið á skemmtistaðinn Lundann þar sem var Runólfur og Dixiebandið spiluðu. Síðan var farið á Skansinn sem er víst aðalútihátíðapleisið fyrir utan Herjólfsdal. Þar var leiðinlegt en ég sá Árna Johnsen! Eftir mikla drykkju í partýtjaldvagninum fór liðið að sofa. Ég rúllaði mér yfir Björk sem svaf við hliðina á mér. Það var fyndið en ekki veit ég af hverju ég gerði það. Um morguninn var hópferð í bakarí og svo var sameiginleg æfing allra sveitanna. Þar var spilað þjóðhátíðarlagið frá 1993 sem er örugglega það leiðinlegasta. Til að gera langa sögu stutta spilaði ég á tónleikum sem stóðu yfir í 3 og hálfan tíma sem var allt of langt. En jæja, eftir að hafa þorað að fara í minipilsið var farið í hina einu sönnu Höll Vestmannaeyja og borðaður góður matur. Ég og aðrir vorum vel í því og fórum ég og Oddný í eiginhandaráritunarkeppni á barmi okkar. Ég safnaði 5 og voru tvær mjög neðarlega, skrifaðar af Finna og Norsara. Hún safnaði líka 5 og var þetta því jafntefliþ Klukkan 12 átti Buff að spila en þeir sem voru yngri en 18 ára þurftu að fara. Það fóru því bara allir í okkar sveit í sukktjaldvagninn. Klukkan 3 var mér sagt að fara að sofa og af einhverri ástæðu hlýddi ég þótt ég hafi ekki viljað það sjálf. Ég missti því af aðalfjörinu, partýskrúðgöngunni. En jæja, um morguninn þegar ég vaknaði leit ég í kringum mig í stofunni og sá að það voru allir farnir nema ég og tveir aðrir. Það höfðu því allir farið með fyrri ferjunni klukkan 8 og ekki haft fyrir því að láta mig vita. Ég tók svo næstu ferju klukkan 4 og var flökurt allan tímann. Sem sagt, frábær ferð, frábær eyja og frábært fólk sem ég fór með og kynntist. Og munið: öl er böl!

Engin ummæli: