sunnudagur, mars 07, 2004

Skamm skamm!

Ég er reglulegum bloggum til skammar því ég hef ekkert bloggað í langan tíma. Ég hef þó góða ástæðu en ég eyddi helginni á hóteli með hæfileikaríku fólki. Þar var margt til gamans gert, til að mynda bjuggum við til mannlegan pýramída (hann náðist á mynd), fórum í höfrungahlaup, umturnuðum heilu herbergjunum, gerðum Lil Bow Wow fléttur í stráka og köstuðum trópí í glugga. Og sei sei jú, áfengið var teigað. Ég held þó að toppinum hafi verið náð þegar ég vaknaði í morgun og búið var að taka dýnuna úr rúminu við hliðina á mér. Ég grenslaðist fyrir og komst að því að nokkur ungmenni hefðu tekið hana um nóttina og ég hafi sest upp og byrjað að stynja af sársauka þegar þau komu. Vitaskuld mundi ég ekkert eftir þessu og já... það er fyndið. Hahaha.

Úrskurður dómnefndar í brandarakeppninni mun koma á næstu dögum... um leið og ég hef fundið einhverja hlutlausa dómara. Hmm, Idol dómararnir ættu að vera lausir...

Engin ummæli: