Snjómokstur
Í hverfinu mínu eru göturnar frekar þröngar og stundum erfitt að keyra um. Ég reyni því eins og ég get að forðast að keyra innan þess, sérstaklega þegar ég er að flýta mér. Það er þó ein gata sem mér finnst hvað leiðinlegust. Bæði þröng og fjölfarin.
Ég hef þó tekið eftir því að eftir að það byrjaði að snjóa nú í vetur, sé ég oft 2 litla stráka vera að moka snjó af umræddri götu fyrir framan húsið sitt (geri bara ráð fyrir að þeir eigi heima þar). En þegar ég var farin að sjá þá gera þetta ansi oft fannst mér þetta meira skrítið en sætt. Einn daginn varð ég að keyra þarna í gegn til að fara í Nóatún og styðsta leiðin þangað er að keyra um þessa götu. Þá sá ég strákana alveg á fullu að moka snjó með stórum skóflum af litlum part af götunni og færðu sig svo alltaf frá ef bíll var að koma. Mér fannst þetta frekar fyndið en hló mig máttlausa á leiðinni til baka. Um 5 mínútum seinna voru strákarnir mættir með garðslönguna og voru farnir að sprauta heitu vatni á hálkuna til að hún færi. Alveg magnað!
Og það sem mér finnst mest áhugavert er: hvað fær svona litla stráka til að gera þetta svona oft? Það eina og fyrsta sem mér dettur í hug eru foreldrarnir. Það getur vel verið að þeim sé verðlaunað með þessu eða að þetta sé refsing fyrir eitthvað sem þeir gerðu af sér. Þá væri það frekar asnaleg og skrýtin refsing því ég stórefa að foreldrarnir græði eitthvað á þessu annað en snjó- og hálkulausa götu fyrir framan húsið sitt. Svo er þetta eiginlega bara hættulegt fyrir strákana því þegar ég hef séð þá gera þetta er oftast myrkur og oft erfitt að sjá þá. Svo datt mér í hug afar andstyggilega ástæðu: kannski hafa foreldrarnir sagt þeim að afi þeirra hafi dáið þegar hann rann í hálku eða frændi þeirra kafnað í snjóskafli. Langsótt en maður veit aldrei...
Bráðum fara þeir að biðja um svona í jólagjöf
sunnudagur, janúar 18, 2009
miðvikudagur, janúar 07, 2009
20000009
Tíminn líður hratt á kreppuhnattaöld. Nú tekur við ár breytinga á Særúnarbæ og er átakið nú þegar byrjað. Nokkrir liðir þurfa þó að bíða betri tíma því breytingin á eftir að verða gríðarlega gígantískt stórvægileg. Á richterskvarða Særúnar allavega. Nú hljóma ég kannski eins og viss íþróttamaður ársins 2008 en ég skal alveg sleppa því að mixa Morfeusi við þetta. Og nei, ég er ekki að fara í kynskiptiaðgerð.
Árið 2008 byrjaði ekki vel. Kl. 00:00 lá mín í sófanum með handklæði undir sér í svitabaði, ein heima með 40+ stiga hita. Missti í kjölfarið 7 kíló og engar buxur héngu utan á mér. Það þýddi þó ekkert að væla yfir því heldur fór ég bara í teygjustökk og borðaði áströlsk nömm til að ná fitunni minni aftur á mig. Lúxuslíf. Það sem á eftir kom einkenndist aðallega af ljósum, konfettí, hoppi, látum og heyrnaskemmdum. Inn á milli var gaman, hlátur, grín og skemmtilegheit. Eftir yndislegt sumar fór ég í skóla og hafði gaman af. Og nú er ég hér.
Þetta átti að vera ógeðslega útpælt og djúpt blogg en fokkit, nenni ekki að vera væmin og solleis. Það sem ég gerði:
Hitti þennan
Fékk mér svona
Fékk mér líka eina svona óþekka
Tsjillaði með þessum
Mátaði svona fínt
Fekk að sjá þessa pjöllu verða stúdent
Fleppaði með þessum
Hitti þessar á einhverju balli
og vorum í essunum okkar
Takk fyrir 2008!
Birt af Særún kl. 13:47 1 tuðituðituð