sunnudagur, desember 14, 2008

Oh

Gaman að vera að blogga bara fyrir sjálfa sig. Og Völu og hann Trygg vin minn. Mjög upplífgandi. En verið róleg því þetta er póstur nr. 796 og planið er að púlla þetta upp í 800. 1000 væri töffaðast en þetta blogg er bara löngu dautt. Enda er það að verða 6 ára!!! Gosh, held að þetta sé kannski bara með þeim elstu á landinu. En í þá gömlu daga hafði ég smá blogghæfileika sem hafa gufað upp í atóm sín í dag. Nei ég er bara ekki eins skemmtileg og flippuð og ég var þá. Orðin gömul kelling sem allir hafa misst áhugann á ef hann var einhver til að byrja með. Það glittir í smá biturleika núna en það er kannski af því að ég á eitt jólapróf eftir og er bara hreinlega ekki að nenna því. En þá er gott að eiga góða vini eins og þessa:



og smá íslenskur svartur djókur í lokinn:



Og svo verður blogg nr. 797 allsherjar jólablogg.

Bæ Vala og Tryggur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahahaha, yndislegt að það hafi verið minnst á mann hér ;)

ég skil þig vel að nenna ekki bara að blogga fyrir mig, þig og völu .. EN ég mun sakna bloggsins þíns.. mikið ...

en fyndið samt .. einu sinni var ég líka svona - geggjaður bloggari sem hafði alltaf nóg að segja og svona (alveg örugglega 4-5 ár síðan eða eitthvað hehe) þannig að í hvert sinn sem ég reyni að byrja aftur.. þá deyr það bara út eftir smá .. gosh eheh :D í dag er inn að nota bara facebook ;) .. mér finnst ÞÚ samt alltaf skemmtilegur bloggari ! alltaf alltaf ALLTAF ! ;)

anywho sæhesturinn minn .. vér sjáumst vonandi á morgun og skiptumst á gjöfum;) jey ! þarf að fara að pakka þinni inn - og svo vinna í nótt .. jey (uuu not) .. og svo skulum við kjafta eins mikið og við mögulega getum á launum á föstudaginn og hafa það fáránlega kósí!! ég mæli með heitu súkkulaði og smákökum handa öllum í húsinu ;) jáhá!

luví luv !

kv. þinn ávallt vinur, Tryggur Aðdáendason ahahah :D

Nafnlaus sagði...

hæ! Takk fyrir í gær! Ég greiði atkvæði með blogginu þínu, höldum bloggi á lífi! Niður með feisbúkk! Ég kíki sko alltaf reglulega hérna inn :)

kv. Gyða