sunnudagur, mars 23, 2008

Pleðilega gáska

Klukkan bara sex og allir búnir að borða hér. Kjötinu var hreinlega hakkað í sig enda alvöru sveitadólgar sem sátu við matarborðið og svolgruðu í sig ölið með. Ekkert fokkíng kjaftæði! Svo fékk ég nú fáránlegasta málshátt sem hægt er að fá ef málshátt má kalla:

,,Ef þú hefur ekki farið með manninum þínum að veiða, veistu ekki hversu þolinmóðum manni þú ert gift.''

Ég á engan mann og ef svo væri, væri ég ekkert að fara með honum að veiða. Fæ mér sko ekki Góu-páskaegg á næsta ári sem inniheldur bara eitthvað kynjablablabull.

En í aðra sálma. Lítil fegurðardrottning er komin á heimilið og er algjör stuðbolti. Hún er yfir sig ástfangin af Sókratesi en hann lítur ekki við þessu litla skrímsli sem óð inn á heimilið að honum óspurðum. Hann er líka skotinn í kettinum á móti þannig að þetta er ekkert að fara að ganga. Svo er hann líka ca. 100 ára og hún kannski 2ja ára. Svo finnst henni voða gaman að bíta í hökur og nef og sofa við táfýlusokka.


Flugan á leiðinni heim í fyrsta skipti. Pissaði svo smá á mig. Namminamm.


Soddan póser


Fluga að vinka bless

Lifið heil
-Særún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleðilega páska sætust :D :D

og vá erum við ekki að grínast með hvað Fluga er mikið KRÚTT !!! jiminn allamalla híhí :D

hittingur fljótt takk :*

Tryggur!

Unknown sagði...

Til hamingju með flugu - algjört krútt:)

já og gleðilega páska.