G’day mate
Við erum lent á síðasta áfangastað okkar hér í Ástralíu, Perth. En fyrst fórum við nú til Adelaide og gerðum ekki mikið annað en að spila á spil og spila á lúðra. Spilaæðið í hámarki. Tókum nokkra gaura hjá henni Brynju. Haha nei sko spilið heitir Gaur. Ég tapaði á lokasprettinum sem er kannski ekki frásögu færandi. Daginn eftir var okkur vippað á festivalið og byrjuðum við á því að kíkja aftur á strákana í Battles. Þeir eru bara svo miklar dúllur. Í kvöldmat fengum við svo kóalabjörn, krókódíl og slöngu. Nei nei allt í plati, þeir voru ekki á boðstólnum heldur fengum við aðeins að klappa og halda. Krókódíllinn var eins og gúmmí viðkomu og sem betur fer var hann með teygju utan um kjaftinn. Hefði nú ekki nennt að vera bitin með mína óheppni á hælunum. Upp á svið og voru áhorfendurnir nú frekar döll og latir en það skemmdi ekki skemmtanagleðina hjá okkur stelpunum. Ó nei. Partýið byrjaði svo í lobbíinu á hótelinu og tókum við smá sing-along með Arcade Fire sem fór misvel í aðra lobbígesti. Því hertókum við skemmtistað rétt hjá hótelinu og fífluðumst þar fram eftir nóttu.
Í gær flugum við hingað í 37 stiga hita og voru Rage Against the Machine, Arcade Fire og LCD Soundsystem með í för. Sannkallað stjörnuflug og sem betur fer komst vélin á leiðarenda því það hefði nú verið frekar sorglegt ef þessi flugvél hefði hrapað. Já bara eins og með allar flugvélar… En papparassarnir biðu þónokkrir við töskubandið og hver veit nema að ég birtist í einu áströlsku slúðurblaðinu svei mér þá.
Gærkvöldið fór svo í almennt sukk og svínerí en umræddir strákar í Battles og James úr LCD voru að plötusnúðast á bar hér í grendinni og auðvitað lét maður sjá sig.
Í dag spilum við svo í síðasta sinn á BigDayOut hátíðinni og eiga eflaust nokkur tár eftir að fella í kvöld. Allir orðnir blússandi góðir vinir og allir eiga eftir að sakna allra. Já þetta var svo sannarlega snilldar festival og verð ég að segja að þessi hluti túrsins hefur verið sá besti hingað til. Og þá er nú mikið sagt. Ástralía - sweet ass!
Balí tekur á móti okkur á morgun og verðum við á þessu líka flotta strandhóteli með öllu sem til þarf. Dveljum þar í viku en veðurspáin lofar kannski ekki góðu. Regntímabil á þessum tíma en við gerum bara gott úr því. Ég læt heyra í mér þegar þangað er komið og kveð með nokkrum vel völdum myndum.
Bara töffarar sem fá sér indverskan
Skvísupjásur
Helvíti flott mynd af Rage þótt ég segi sjálf frá. Stuttu eftir myndatökuna flaug svitadropi gaursins við hliðina á mér í augað á mér. Nammi.
Þessi fluggaur hafði nákvæmlega ekkert að gera þann daginn
Ég og Kolli kóalabjörn. Sorrí en ég klippti kallinn úr sem hélt á honum. Hann minnti mig svo á einhvern stjórnmálamann.
Kristófer krókódíll var alveg kjaftstopp. Haha.
Stuðborðið eins og sést vel á svipbrigðum Bjarkar
Seeeerún kveður
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Öss, þetta hljómar eins bara ein löng skemmtun öll þessi ferð hjá ykkur :P skemmtið ykkur helvíti vel það sem eftir er ;)
hummm, ég er ekki frá því að ég öfundi þig smá sko ;) hehehe ! en samt ég meina þú misstir af 15 stiga frosti hérna heima um daginn- ÓHEPPIN ÞÚ !!!! ;) hahahahah
en hey ég verð ekki dugleg að lesa bloggið þitt næstu vikuna - er að fara til köben á fim :D það er mjög merkilegt sjáðu til - ekki eins fansí og ástralía og balí híhí en samt mjög kúl þegar maður er venjulegur íslendingur :D ! eða þú skilur sko hehe!
anywho sæta sæta stelpukind - enjoy útlönd og ég hlakka til að fá þig heim mús :* ég og maggi sendum þér STÓRT KNÚS :D !
-p.s. ekki koma of brún heim ... ;)
sjeeeett þetta hljómar ekkert eins og að vera á íslandi núna! Jáhá... það verður semsagt mikið slúðrað við heimkomu??? Mikið er ég spennt að fá þig heim litla mín:) get barasta ekki beðið! Frostið er svo miklu leiðilegra án þin, og snjórinn, og djammið, og strákarnir, og... jahh bara allt! Hlakka til að sjá þig:) kossar og knús from ICELAND...:)
sjeeeett þetta hljómar ekkert eins og að vera á íslandi núna! Jáhá... það verður semsagt mikið slúðrað við heimkomu??? Mikið er ég spennt að fá þig heim litla mín:) get barasta ekki beðið! Frostið er svo miklu leiðilegra án þin, og snjórinn, og djammið, og strákarnir, og... jahh bara allt! Hlakka til að sjá þig:) kossar og knús from ICELAND...:)
Skrifa ummæli