föstudagur, september 21, 2007

Ch-ch-ch-ch-ch-ch-check it out!

Í Montreal er ég nú. Áður en við komum þangað fórum við nú í sturtustopp í þjóðgarðinn Shenandoah þar sem símasamband og önnur sambönd voru ekki til. Það var samt voðalega næs að vera í hálfgerðum fjallakofa með útsýni yfir risastóran dal og lítil dádýr skoppandi út um allt. Við nokkrar skelltum okkur samt í útreiðatúr til að drepa tímann og var það bara hilvíti mikið stuð. Hesturinn minn bakkaði samt með mig í runna, ekki sáttur. Á staðnum var svo sjóvið: The Glockers og samanstóð af miðaldra konum að steppkántrídansa. Hló ég mikið af því uppátæki. Spiluðum svo um kvöldið þar sem við reyttum af okkur gullmolana. Gott dæmi frá Brynju: "Stokkalega!" Haha. En svo var brummað til Montreal í alveg slatta tíma eins og alltaf.

Í Montreal er voða voða mikið stuð og fullt af geitungum. Ég verslaði auðvitað og svona. Þvó þvottinn minn. Og svo var það rúsínan í pulsuendanum. Okkur var boðið af Beastie Boys á tónleika sem þeir spiluðu á í gær í hokkíhöll. Við fengum þessi voða voða góðu sæti og voru kallarnir frekar hressir. Hoppuðu og skoppuðu um sviðið eins og litlar krumapaðar rúsínur. Allir helstu smellirnir komu eins Intergalactic, Body Movin', Pass The Mic og Check It Out. Tók myndbönd sem ég ætla að reyna að skella hérna inn. Fengum svo að fara baksviðs og viti menn, annar Adam-inn dróg okkur bara inn í búningsherbergið þeirra og var voða kammó. Hafði voðalega miklar áhyggjur af því hvort við vildum ekki eitthvað að borða eða drekka. Svo var einhver kona að blaðra rosalega mikið við okkur um það þegar hún fór að veiða á Íslandi og ég kannaðist svo rooosalega við hana. Þá fattaði ég að þetta var kona sem lék í þáttunum Jericho sem hef greinilega bara séð. Lítill heimur. Og núna sit ég í risastóru hjólhýsi og mun spila seinna í kvöld. Og NY í nótt. Myndir!!!


Eins og maðurinn sagði: Nýjum búning fylgir nýtt ennisskraut


Flottir rasssar! Eeeee!



Ég og Lenard sem ég kýs að kalla Runna. Haha.


Ég bara VERÐ að fá mér svona dress...


Ég sat á spilastokknum hennar Brynju. Obbobobb.


Ógeðslega finnst mér þetta flott mynd

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæj beibí ! heyrðu ég skrifaði líka þessa rosalegu ritgerð hér í gær .. en nei nei þá ákvað netið mitt bara að gefast upp á lífinu og bara búmmsjakkabúmm!! heheh

þannig að uuuuu, ég ætla að segja eitthvað sniðugt.. uuuuu ...

ennis"skrautið" þitt er geggjað ;) oh fer þér svo vel :D

svo er líka svo skondið .. hjá þér er þetta svona .. ú kanada í dag - n.y á morgun svo bara jájá afríka hinn daginn ..
hjá mér er þetta svona .. ú ræktin í dag og hey kannski ég skelli mér á hlöðuna að læra .. svo já hey förum AFTUR á hlöðuna á morgun .. oh svo spennandi líf skiluru ;) ef það væri samt hægt að leyfa mér að hitta eins og nokkra fræga einstaklinga svona aðra hverja viku þá væri þetta bara stuð skiluru ;) !!!

7 DAGAR Í DAG SÆTUST !!!!!!!!!!!!!!! :D

Nafnlaus sagði...

úff miðað við hvað ég skrifaði oft SKILURU .. þá vona ég að ég þurfi ekki að útskýra neitt hahahahah!

Særún sagði...

Æi Sigrún mín. Þú ert greinilega sú eina sem þykir vænt um mig. Búhú! En betri er einn en ekki neinn. Haha!

Nafnlaus sagði...

Ég elska þig líka :D