sunnudagur, maí 20, 2007

Rínó. Sárus. San Frandiskó. Kúla.

Reno:
Ekki fara þangað. Las Vegas fátæka, feita og gamla fólksins. Það vildi líka svo skemmtilega til að við gistum eina nótt á spilavítishóteli þar í bæ. Það var nú skondin upplifun. Eyddum deginum í mekka græðginnar og röltum síðan í roki í keilu. Var þar skellt á okkur hurðinni en það var allt í lagi. Ég er líka svo léleg í keilu. Heyrði að súrefni væri dælt í spilavítið til að halda liðinu vakandi og spilara fá fria drykki. Græðgi og ekkert annað! Um morguninn fórum við svo á ekta morgunverðarhlaðborð með sveittasta mat norðan Alpafjalla. Þar var fólk í því að ná í beikon með höndunum, skella því svo á diskinn og sleikja síðan puttana. Mmmm. En hérna koma myndir sem segja meira en þúsund einhentir ræningjar:


Ég hitti hinn eina sanna Trójuhest í svítunni á Eldorado hótelinu. Stuttu seinna flaug dúfa á gluggann. Hún hélt lífi og lifur.



Ljótasti gosbrunnur í heimi gjöriði svo vel!


Erlan og ég á kasínórestaurant



Brynja og fyrrnefnd ánægðar með andrúmsloftið


Þetta var inni í húsinu. Pæliðíþí í smá stund.


Hér sýnir Valdís okkur minnsta rúllustiga í heimi!


Engin athugasemd...


San Francisco:
Ég þangað aftur! Gistum á þessu fína hóteli í miðbæ San Fran og auðvitað var farið að versla. Skótauið flæddi út um allt og sömuleiðis gallabuxurnar. Fann svo skóna sem mamma er búin að vera sítuðandi í mér að kaupa fyrir sig daginn út og daginn inn. Djók. Rölluðum svo á þennan fína veitingastað við San Fran brúna og töluðum um heiminn og geiminn. Næsti morgun fór svo í árangurslausa hljóðfæraleit og já... fatakaup. Hér kemur svo eina myndin sem ég tók í SF:


Falleg ekki satt?

Giggið: Shorelina Ampitheater var staðurinn. Keyrðum svo framhjá Google pleisi en það á víst að vera besta vinnupleis í heimi. Klapp fyrir því. Heimsmetin fjúka hér fram og til baka. Jájá, ekkert er til sparað. Gekk veeeeel. Mátti sjá í áhorfendaskaranum grenjandi aðdáanda á fremsta bekk, menn í froskabúningum og er ég ekki frá því að ég sá glitta í Lindsey Lohan. Jedúddamía. Og hér koma myndamyndir:


Þessir rauðklæddu mexíkanar voru í því að lemja alla stóla með blautu handklæði. Áts.



Keypti mér ferðatwister í NY sem er líka frisbídiskur. Aha. Hann var afmeyjaður í brekku.


Nýju búningarnir okkar. Gerir mann alveg kattliðugan líka.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha..hvernig gat twisterið LÍKA verið frisbíí??

Nafnlaus sagði...

Rokkarablogg!

B.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ! Gaman að sjá hvað er gaman! Hvenær er von á þér hingað aftur á klakann...Ég var bara að koma heim fyrir viku...en heyrðu,veistu hvað, ég þekki eina á myndunum fyrir utan þig! Jei! Kysstu Helgu Gvuðrúnu á kinnina frá mér!
Góða skemmtun beibí
Erla

Nafnlaus sagði...

vó bara vika í að þú komir - össöss, djö leið þetta hratt ;) sennilega af því að ég vann svo mikið að i lost track of time :D !

og ég skal passa mig á að fara ekki til reno ;) en san fran - langar ekki þangað aftur eins og þig :D ég fílaði LA miklu betur og las vegas og allt hitt sem ég fór til :D

hlakka til að sjá þig sykurpúði - og ég bíð ennþá eftir myndum af lúxusrútunni ;)

Nafnlaus sagði...

tomorrow tomorrow i can´t wait to see you tomorrow - you´re only a DAAAAAAY AAAAAAWAAAAAAY!! (eða meira svona 4 en hey- eftir 3 daga verður það tomorrow;)haha!

Særún sagði...

Sko snúningsskífan er líka frisbídiskur en örugglega mjög lélegur frisbídiskur.

Svo kem ég heim mánudaginn 28. maí. Jei!

Og svo gleymdi ég að taka myndir úr rútunni Sigrún. En það verða fleiri rútur. Engar áhyggjur ;)