mánudagur, maí 07, 2007

Hiphopari af lífi og sál

Já lífið heldur áfram sinn vanagang hérna í stóra eplinu. Í síðustu færslu minni talaði ég um hiphoptónleika. Á þá ég fór en náðum ég og Valdís aðeins hálfu lagi því bévítans lögreglan stoppaði giggið. Við komum líka aðeins of seint eftir mikinn leigubílaeltingaleik og við okkur blasti löggimann þegar við komum inn. Ég varð eins og kúkur í framan enda ekki orðin 21 árs og spurði í sakleysi mínu: "Can we get tickets here?" Þá var okkur bara hent inn en of seint því miður. Í staðinn fórum við með þeim Helgu, Röggu og Dóru á karókíbarinn Vinnie's í Chinatown. Svakalegur var staðurinn og var skilti á veggnum sem gaf til kynna að maður varð að drekka að minnsta kosti tvo drykki fyrir flutning. Þá var ekkert annað í stöðunni en að hella í sig kjark. Ég og Valdís vorum svo djarfar að taka Van Morrison slagarann Moondance með þvílíkum tilþrifum. Þá var gott að vera smá djúprödduð og hafa danshreyfingarar í lagi. Eftir flutninginn kom að okkur amerísk mey og líkti okkur við sjálfa Lisu Ekdahl. Sú er með sætustu rödd sem til er þannig að konan var heldur betur heyrnasködduð. Kannski búin að sækja of marga karókíbari heim. Heim var skundað og voða gaman.

Næsta dag var Bökkarinn tekinn á þetta eins og alltaf. Hann klikkar ekki. Ég tók því bara rólega á meðan stelpurnar fóru að versla. Mexíkóskur staður varð fyrir valinu en Sigrún mælir kannski ekki með honum. Tölum ekki um það.

Svo var það tónleikadagur í gær. Við vöknuðum samt við einhverja bévítans tónlist úti á Times Square klukkan 7 um morguninn og var ég andvaka í örugglega klukkutíma. Frétti seinna að það hafi verið maraþon í gangi. Klikkaða fólk. Allavega. United Palace var staðurinn og er svakalega flottur salur sem var víst einu sinni kirkja. Tónleikarnir gengu þrusuvel og gekk allt næstum áfallalaust. Við stelpurnar vorum í þrusustuði og hoppuðum eins og brjálæðingar á sviðinu. Harðsperrurnar gefa merki um það. Smá eftirteiti þar sem meðal annars mátti sjá Rassa prump. Skunduðum aftur upp á hótel og við nokkur fórum á skemmtistað hér í borg. Þar voru allir í stuði og mikið dansað. Sumir meira að segja upp á borðum. Spurning hverjir það voru... Ég fór allavega bara heim og tóku hrotur Valdísar vel á móti mér. Nei djók.

Við vöknuðum svo mishressar í morgun og fórum ásamt Erlu á Union Square að hitta eina íslenska New York mær sem ætlaði að sýna okkur það helsta í borginni. Sem sagt allt fyrir utan Times Square. Fórum í second hand búðir og eina svaðalega pönkrokkbúð þar sem eigandinn sem var örugglega um fimmtugt klæddist þrengstu gallabuxum í heimi og flaggaði plömmernum eins og ekkert væri. Speeees. Keypti mér alveg slatta, tösku, peysu, kjól, leggings, og smá gjafir handa vinkonunum. Má nú ekki gleyma þeim. Og núna er ég bara uppi á hótelherbergi og Valdís puðrar í lúðurinn fyrir aftan mig. Kósíheit. Síðan er planið á morgun að skella sér í mat til Núma kokks og síðan um kvöldið á Arcade Fire tónleika í United Palace. Ví!

Ég kveð og er að vinna í myndasíðu í þessum pikkuðu orðum. Þetta er bara eitthvað svakalega slóv hér í Ameríkunni. En þangað til eru hérna nokkrar myndir til að hlýja ykkur um hjartarætur.


Dave Grohl í brennivínsbol varð á vegi mínum og varð ég bara að bora smá í nefið á honum


Valdís velur lag af mikilli natni

V
Helga og Ragga lifa sig í sönginn og hylla Íslandið í leiðinni


Valdís og Bergrún svaka fress á mexíkóska


Alltaf jafn kúkú


Sviðsflögin


Mamma, ég var að læra að mála mig!


Útsetjarinn Matt, Antony og Damian að giggi loknu


Allir sáttir enda ekkert annað hægt

5 ummæli:

Sandra sagði...

ég skil ekki enn af hverju það er the big apple... porque?

Nafnlaus sagði...

hey, sko! særún...hvenær kemurðu næst heim og hvenær ferðu aftur og hvað svo? hittumst við heima í sumar?

huldhaf sagði...

Èg skil ekki heldur af hverju tad er stóra eplid? Sá tetta e-s stadar annars stadar líka. Er madur alveg ógesslega leim? :(

Nafnlaus sagði...

hæhæ,
vildi kvitta í þetta skiptið og senda þér ást og umhyggju frá Sigurhæð :)
gaman að fylgjast með þér,
take care,
BB.

Norn Cutson sagði...

we love The Brass Girls!
you add extra heart & soul to Björk's music!