sunnudagur, mars 25, 2007

Og ég beið og beið og beið og beið...

Leikhúsgagnrýni Særúnar

Fjölskyldan á Hverfisgötunni gerði sér dagamun eitt laugardagskvöldið, fann sameiginlegan tíma og skellti sér í leikhús. Uppalendurnir splæstu enda hefur svo hátt leikhúsmiðaverð ekki sést síðan Sound of Music var frumsýnt hér um árið. Sýningin "Laddi 6-tugur" varð fyrir valinu enda er gamla fólkið aðdáendur miklir. Allir fóru í sitt fínasta púss nema pabbi. Honum fannst alveg nóg að vera í Mancester pólóbolnum sínum og gömlu góðu Dressman gallabuxunum. Já og Intersport sokkunum. Sætin voru góð en þröng þó. Pabbi kvartaði yfir því og einnig yfir pizzunni sem við fengum sama kvöldið. Hann var að drepast í maganum útaf henni. "Aldrei aftur panta frá Hróa Hetti. Oj!" Við hlustuðum ekki á það raus því sýningin var að byrja. Hljómsveitin spilaði syrpu af Laddalögum og mamma dillaði sér með í sætinu. Steinn Ármann kom á sviðið og í kjölfarið Elsa Lund sem talaði rosalega mikið um typpið á Ladda og slæmt ástand þess. Jæja, þá kom þarna fulli presturinn úr Heilsubælinu. Fyndnastur fannst mér þó hann Magnús enda vorum við öll fjögur farin að grenja úr hlátri yfir uppblásnu dúkkunni hans sem sprakk. Og auðvitað kom leiðsögumaðurinn sem kann litla ensku: "Don't fuck so close!"

Hlé

Pabbi fór að kúka pizzunni. Fussaði meira en æjæj, þá var sýningin bara að byrja aftur. Þá loksins kom Laddi sem hafði verið að leita að Borgarleikhúsinu alla sýninguna. Jeræt! Salurinn ætlaði að gjörsamlega að rifna í tvennt þegar hann sagði brandarann um Adam og Evu. Ókei, mér er alveg sama þótt ég sé eitthvað að kjafta. Hættið þá bara að lesa núna. Hann fékk sem sagt alltaf biblíumyndir á KFUM þegar hann var lítill og á myndunum voru eiginlega alltaf Adam og Eva. Adam stóð alltaf fyrir aftan runna svo að ekki sæist í liminn. Þess vegna varð það skemmtilega orð til: limgerði. Svo var hann alltaf mikið að pæla hvernig þetta laufblað gat haldist uppi á henni Evu. Það var varla til lím í Eden. En þá fattaði hann það. Hún notaði rabbabara. Ég get nú ekki neitað því að nornahláturinn minn sjaldgæfi hafi brotist út í öllu sínu veldi yfir þessum brandara og skammast ég mín ekkert fyrir það. Hann Halli, bróður hans var líka þarna. Þeir eru bræðir sko. Bara ef þið vissuð það ekki. Við vorum öll sammála um það hann líktist helst dvergi en manni. Ekki það að dvergar séu ekki menn. En jæja, þá kom syrpa af Laddalögum sem var ívið löng. En ég mæli hiklaust með þessari sýningu þótt það sé nú erfitt að fá miða núna. Held sveimérþá að það sé bara uppselt á þær allar. Ég ætla því að gefa henni 3 lakkrísreimar af 5 mögulegum. Jei!

Var svo að setja inn þessar fínu myndir af Inkúbúss tónleikunum sem voru einmitt haldnir fyrr á mánuðinum. Vessogú.

Engin ummæli: