miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég mæli ekki með því...

að tannbursta þig fyrir framan tölvuna. Prófaði það áðan og svelgdist svona svakalega á að ég sá ekkert annað í stöðunni en að frussa heila tannkremsklabbinu yfir tölvuskjáinn og lyklaborðið. Og á meðan ég pikka þetta inn skrúbba ég ofan í takkarifurnar með horninu á tusku og eyrnapinna. Mörgum eyrnapinnum. Ég vonast til að ætlunarverkinu ljúki áður en heimilsfólkið vaknar. Og ég vona líka að þau lesi ekki þetta blogg. Sji.


Þetta var nú sérdeilis skemmtilegur og sveittur konsert mjög


Og þarna er maður eithvað að pósa fullur að reyna að kyssa kamerumanninn sem er maður sjálfur

Og hættið svo að dissa mig, internetfólk!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bjarni dissar þig ekki :-)
Gangi þér vel með eyrnapinnana og tuskuhornið :)

Særún sagði...

Já ég veit að hinn dularfulli Bjarni gerir það ekki... hver svo sem hann er.

Erla sagði...

Þú ert æði!

Nafnlaus sagði...

þessi bjarni er nú ekki dularfullur, frekar svona ósköp venjuleg mannvera :-) sem bara þekkir þig ekki, það er kannski eina dulunin.

Unknown sagði...

hérna...vá. sko..ég veit ekkert hva`-ú meintir á síùnni minni. EKKERT. annars ertu saet og gód. knús