mánudagur, febrúar 26, 2007

Mart-raðir

Ætli orðið 'mart-raðir' sé ekki komið úr ensku. Fólk sem þurfti alltaf að bíða í röðum í versluninni Wall-Mart dreymdi víst alltaf rosalega illa. Wall-Mart-raðir. Hljómar ekki vel og því var veggurinn felldur með Berlínarmúrnum. Ég hef leyst ráðgátuna eina ferðina enn!

Ég er alltaf að fá martraðir. Í nótt martraðaði* ég að pabbi væri að borða kokteilsósu í rúminu mínu sem á er hvítt rúmteppi. (Reyndar er það á rúminu svona einu sinni í mánuði en jæja) Faðir minn er mikill kokteilsósumaður og var búinn að klína allt rúmteppið út í sósunni. Sáust handaför á teppinu eins og að hann væri búinn að þurrka sér í teppið eins og ekkert væri. Ég varð alveg spinnigal og leitaði að pabba um allt hús. Fann ég kappann sitjandi í baðkarinu í öllum fötunum, sprautandi í sig Gunnars kokteilsósu. Eftir þessa martröð hata ég kokteilsósu meira en ég gerði áður. Skil ekki hvernig fólk getur borðað þetta. Öllabjakk!

Mig er líka búið að martraða tvisvar sinnum í röð að það sé búið að stela álfelgunum undan Cooper - bílnum mínum. Í fyrsta skiptið var martröðin svo raunveruleg að ég óð út á náttbuxum og hlýrabol í rigningarroki bara til að vera viss. Ótrúlegt hvað þessir andskotar geta verið raunverulegir.

Ps. Var að setja inn föllt af nýjum mendöm hér til hleðar. Vonandi fáið þið ekki mart-raðir eftir áhorfið... maðör veit aldrei.
* að martraða = það að dreyma illa. Martraða - martraðaði - martraði.

5 ummæli:

Kristján Hrannar sagði...

Mér fyndist reyndar draumur sem innihéldi föður minn alklæddan í baðkari að sprauta á sig kokteilsósu reyndar hin kostulegasta skemmtun. (Lykilatriði í því samhengi er að hann væri alklæddur, að sjálfsögðu).

Kristján leiðinlegi ætlar hins vegar að upplýsa það að orðið martröð er gert úr orðunum mara og tröð(no. skylt sögninni að troða) og vísar til þess þegar maran, sem oft er sýnd í líki slepjulegs kvendjöfuls, lá ofan á mönnum á næturna með þyngslum og fyllti þá óþægilegum draumförum, til dæmis að bíða í endalausri biðröð í Wal-Mart.

Særún sagði...

Martröðin sjálf var nú að teppið mitt var allt út í bleikri sósu. En jú, hitt var nú svolítið fyndið sko.

Svo finnst mér mín skýring miklu betri. Finnst manni það ekki alltaf um sjálfan sig? Jú held það. En takk fyrir hina "réttu" skýringu Kristján.

Erla sagði...

Vá Særún bloggið þitt er svo fræðandi ég er alltaf að læra eitthvað!
P.S. Flottar myndir

Vala sagði...

HAHAhahaha!! já draumar eru svo skrýtið fyrirbæri. ég hef vaknað um miðja nótt hágrátandi, og svo einusinni var ég í fýlu útí kristinn heilan dag útaf e-rju sem ég man ekki, og fattaði svo eftir marga tíma að það hafi bara verið draumur... crazy

Sandra sagði...

Fallegt er nýja útlitið, en hrútspungar eru þó enn á þessu auðskilda en hard-spoken tungumáli..

en fyrir útlitið færðu hrós, kvendi